Ferðaupdate 2

Dagur 1 á spáni var fínn, gærdagurinn. Við fórum á rúntinn og villtumst eitthvað viljandi, og höfðum gott af, ég tel mig hafa náð áttum hérna nú þegar. Allavega komumst við örugglega í shopping mall (Plaza de’ Mar) og keyptum nauðsynjar, og fleira. Meðal annars var það sumarfrísklæðnaður á mig, slíkan klæðnað tel ég mig aldrei hafa átt fyrr, í það minnsta fundum við á mig sandalaskófatnað og sumarbrækur og þunna sokka. Allt á góðu verði að sjálfsögðu. Þvi næst villtumst við fram og til baka og enduðum á að finna bílastæði við strandlengju Playa de’ Sa Juan og röltum þar við sjóinn og settum skrefamet á skrefateljarann, 25960 sást á mínum teljara í lok dags, sló metið frá því á strikinu í kaupæðinu haustið 2015 í kaupmannahöfn. Fyrra metið var um 23000 skref. Eftir allt þetta rölt var komið rúmlega hádegi og fínt að finna sér eithvað að borða, fátt var í boði við ströndina annað en burger king og mcdonald og heillaði það takmarkað, því fundum við stað sem hét einhverju spánsku nafni og var sæmilega “heimilislegur”. Bauð þar fullorðinn maður með sígarettu í kjaftinum Normal Food For You, þrátt fyrir að hvorugt okkar skildi orð í hvorum öðrum enduðum við sóley með forrétt sem voru steiktar kartöflur og spælt egg, og aðalrétt sem var steiktur kjuklingur og spælt egg. Kannski hafði málleysið eitthvað með þetta að gera… en þetta var ágætur matur og gott magafylli. Eftir þetta át allt saman otaði maðurinn að okkur að ís væri í eftirrétt og var hann eiginlega hinn hneykslaðasti þegar við höfnuðum því boði, því þetta var “includiero!” sem sennilega þýðir innifalið í verðinu… eða í boði hússins annað hvort…
Allavega eftir að við sluppum þarna út fórum við í ávaxtabar sem var við hornið á sama stað, og keyptum okkur vínber og plómur. Eftir þetta fundum við bílinn aftur og fórum aftur í okkar bæjarfélag og röltum um markaði og meðfram smábátahöfninni, loks fengum við kvöldmat á @tarantino pizzeria sem er staður tileinkaður Quentin Tarantino, þar fengum við ágætar pitsur ekkert meira en það. Eftir þetta gengum við ströndina hér við miðbæ Alicante og enduðum svo upp við ibúð um kl 23. Eftir uþb. klukkustundar leit að bílastæði í nágrenni. Það sem við tókum ekki eftir þegar við lögðum, og þó okkur hafi grunað að þarna mætti kannsi ekki leggja var þolinmæðin á þrotum og ég ákvað að leggja bílnum þarna. En það varð okkur dýrkeypt því það sem við vissum ekki var að þarna mátti bara leggja bílum milli kl 23 og 08, og við sváfum til rúmlega 9. Þá var bíllinn farinn… meira um það í næsta pistli!

Leave a Reply