Ferð áleiðis í Strút, tilraun 1

Um liðna helgi héldum við félagar á ellefu bílum upp Fljótshlíð og upp Emstruleið og ætluðum inn á fjallabak og þangað inn að Strút. Ferðin fór ekki alveg eins og til var ætlast vegna erfiðrar færðar og krapa sem við lentum í við Gilsá í Fljótshlíð og tafði okkur mikið.

Á Hvolsvelli

Sóley orðin rétt merkt

Óvissa með veðrið

Pikkfastur hilux og þrælöflug Súkka

Enn öflugri súkka

Hnúkurinn gnæfir, Eyjafjallajökull

Tjöruþvotturinn

Búinn að malbika

Arngrímur kennir myndatökustellingar

Sullað í ám

Vetrarfegurð

Frábært landslag

Allt á kafi í snjó, bara gaman

Við Þórólfsfell um hádegi

Frábær akstursleið skemmtileg ísskúlptúr í klettunum

Við Gilsá

Nokkrir smálækir, þessi var opinn

Gilsá rann í mörgum flæðum, framhjá ræsum sem notuð eru á sumrin, það gekk ekki að aka eftir veginum þarna enda mjög djúpt fram af þar sem ræsin hafa verið sett

Hér sjást ræsin og stöðuvatnið sem myndast hefur upp a þeim og allt í kring

Gekk ekki alveg, þarna höfðu léttari bílar sloppið yfir fyrr

Komst eilítið lengra í annari tilraun en þá fóru bæði hjól niður

Skurðurinn er rúmlega mannhæðardjúpur, eins gott að bæði framhjól fóru ekki niður gegn segi ég bara! 🙂

Meinlaus hola eftir annað framhjólið

Þá er bara að moka!

Upp hefst hann í nokkrum kippum

Brynjar sultu slakur og Súkka á hliðinni ofaní krapa!

Hilux einars á hlið í krapa

Spilið góða sem virkaði svo ekki!

Skurður einars

Súkkan að losna, töluvert tjónuð

Komin uppúr, vélin tók inn vatn en varð ekki meint af, dugði að ræsa út af henni með því að losa glóðarkerti og setja svo í gang

Fann mér skurð

og einar fór fram af honum við að draga mig þegar spottinn hrökk af beislinu hjá honum

Þyngja farþegahliðina, sterk stigbretti!

Myndarlegur skurður

Allir lausir úr krapanum, klukkan orðin fjögur, drífa sig áfram!

Rebbaspor?

Komin að Tröllagjá

Tröllagjá

Ísihlaðnir klettar

Bólstaður

Sumir grilla Hammara!

Brauðin velgd á kertum

Notaleg stemmmning

Á bakaleið, í Tröllagjá

Á leið upp brattann úr Tröllagjá, svarta strikið í snjónum er sót úr pústinu á Hilux 🙂

Næstur var 90 crúiser, hér sést hallinn nokkuð vel, c.a. 30-40° á að giska

Að toga Wrangler upp

Þá fór að blása og orðið blint

Halarófa gegnum krapasvæðið sem við lentum í deginum áður, í þetta sinn þrömmuðum við þarna yfir án þess að bleyta hjól, menn gengu undan bílunum með járnkalla og könnuðu undirlagið vel. Þetta borgaði sig!

Allir í beina röð

Alveg að komast á þurrt

Tveir stórir klumpar

Smá löskuð súkka eftir krapann

Takið eftir keðjunni, hún slagar í 25-30° undan vindi!

Komin á veg!

Feitletrað er ekin leið

 

Leave a Reply