Rólegur apríl

aprílmánuður hefur verið rólegur, ég hef aðeins verið að sinna vorverkum, lagaði aukatankdæluna í hiluxinum, og fékk fjarstýringu á dráttarspilið og tengdi svo það er allt farið að virka

 

tók ferðavagninn niður af veggnum og ákvað að ætla að hækka hann enn meir fyrir sumarið og setja stærri felgur, nú er hann bara á 12″ og blöðrudekkjum.

Snowfoam þvottur, vorhreingerning

 

 

Tekinn af 38″ dekkjum setti hann á 35″ blöðrur sem fylgdu honum þegar ég keypti bílinn, ég ætla að kaupa á hann 37″ nankang dekk fyrir sumarið

 

Fellihýsið hallar svolítið aftaní bílnum jafnvel á 35″ dekkjum þannig ég verð að hækka hann svolítið

 

Fellihýsið komið niður og opnað, nóg framundan að gera mygluhreinsun og síliconburður og þrif

 

 

 

Ég seldi galloper jeppann fyrir 30.000 kr

Leave a Reply