Monthly Archives: July 2017

Bremsur! (hægjur)

Bíllinn var bremsulaus, og stöðuhemill var óvirkur, nú er hægt að taka skrjensbeygjur og læsa framhjólum í það minnsta með bremsunum!

 

Allt nýtt í bremsur, þessi útíherslujárn voru ódýr, mæli með! Original toyota

Þegar pallinn vantar þá þarf ballest aftaná bílinn þessi þungu dekk hentuðu vel í það og varð bíllinn nokkuð stöðugur á lyftunni

Sauð bætur í grind og sá meira ónýtt

Það þarf aðeins að taka betur til hendinni, 4 link stífuvasar á hásingu eru ónýtir, demparafestingar í grind voru ónýtar er búinn að kippa því í lag…

 

Staðbundið ryð, það virðist bara ryðga þar sem soðið hefur verið…

Þetta gæti orðið til friðs… eitthvað

Ræfils legu svona pall laus greyið

Nýja vefsíðan Sabilagar.com sett af stað!

Velkomin á heimasíðu mína, ég heiti Sævar Örn og er fæddur árið 1991. Ég er lærður Bifvélavirkjameistari og starfa sem Stöðvarstjóri á bifreiðaskoðunarstöð Frumherja HF.

Á þessari síðu langar mig að safna saman fróðleik um bíla, aðallega jeppatengdu, bæði það sem ég sjálfur hef, og er að framkvæma, og einnig það sem ég sé aðra framkvæma.

Hingað til hef ég haldið úti spjallþráðum víða á netinu og treyst á að myndir mínar og texti geymist þar um ókomna tíð, þó hefur eitthvað borið á að myndir hverfi og texti afbakist þegar síðunum er breytt eða þær færðar og eftirvinnan við að laga textann og myndirnar er einfaldlega of mikil fyrir mig, því hef ég ákveðið að opna þessa síðu sem ég stjórna alfarið sjálfur.