Hér er smá samantekt á þeim hápunktum líðandi árs sem ég man eftir
janúar
Árið 2017 byrjaði með látum hjá mér, það var stutt í “lók í laug” ferð okkar félaga, og jeppinn enganvegin tilbúinn. Þannig fór að daginn fyrir brottför tók ég frí frá vinnu, og vann í bílnum allan þann dag, og alla nóttina, fór að sofa um 8 um morgun og svaf til hádegis, vann svo í bílnum til kl 17 á brottfarardag, en brottför var einmitt kl 17. Þá lögðum við Sóley af stað einbíla um kl 1900 á eftir ferðahópnum og vorum komin inn í Landmannalaugar um kl 23 vandræðalaust. En sjaldan hefi ég verið jafn þreyttur, og þetta er sú eina jeppaferð sem ég hef farið á ævinni sem ég hafði ekki neitt gaman að. Enda fór ég heim strax daginn eftir, og fór strax að íhuga sölu á jeppanum!
Eftir ferðina gerði ég lítið annað en að vinna, enda er janúar yfirleitt svolítið strembin í skoðunarbransanum, allir vilja koma sem fyrst í skoðun!
febrúar
Seinni hluta febrúarmánaðar kafsnjóaði í Reykjavík
mars
Til stóð að halda á Langjökul um helgi, á þriðjudegi ákveð ég að snera ekki Fordinn, enda ennþá leiður á honum frá því um áramótin, tók því heldur Galloper jeppan minn og skellti honum á 38″ dekk og fór á honum á jökul
Seinna í mars bauð Sóley mér upp á notalega helgi í sumarbústað í Brekkuskógi, við fórum líka góðan rúnt um nærumhverfið og m.a. í Friðheima.
apríl
Í apríl fórum við í stóra páskaferð, hringinn kringum hofsjökul með gistingu í setri, og í laugafelli.
Fljótlega eftir þessa ferð setti ég auglýsingu þar sem ég bauð fordinn til sölu, viðbrögðin létu ekki á sér standa, svo mikil urðu þau að ég þurfti að fjarlægja símanúmerið úr auglýsingunni því síminn bókstaflega stoppaði ekki, og menn hringdu langt fram á kvöld!
Ég setti auglýsinguna inn rétt fyrir kvöldmat á föstudegi, um kl 11 um morgun var ungur maður frá blönduósi kominn til að skoða bílinn, og hann var farinn burt á honum fljótlega upp úr hádegi.
Rétt fyrir mánaðamót apríl maí kaupi ég þennan títtnefna Hilux jeppa á bílauppboði króks!
maí
Rússland gaf Kóreu start, samvinna þjóðanna er bersýnileg.
Svo keypti ég mér ferðavagn, sem ég svaf nokkuð mikið í um sumarið
júní
Skellti mér á bíladaga með Braga myndatökumanni, sóley var að vinna, tók þessa ákvörðun kl 5 eftir vinnu á föstudegi og lagði af stað kl 6
Svo skruppum við sóley ásamt G7 á jónsmessuhátíð í Básum við Þórsmörk
júlí
ágúst
Fyrri hluta ágústmánaðar átti Hilux jeppinn hug minn allan, en í lok ágúst fórum við Sóley til Spánar og upplifðum margt og mikið!
Ég var duglegur að taka myndir og skrifa ferðadagbók, hana er hægt að nálgast hér á síðunni ef flétt er til ágúst og september 2017.
september
október
nóvember
Árið 2017 hefur verið viðburðarríkt, og ég hef enga trú á öðru en að 2018 verði viðburðarríkara, mig langar að vera duglegri að ferðast innanlands á komandi ári, jafnvel á kostnað utanlandaferða.