Monthly Archives: March 2018

Eyjafjallajökulsskeppur

Við skruppum félagar á Eyjafjallajökul í góða veðrinu, og færinu, þó var þörf að hafa varann á vegna hálku, en ef menn höfðu nagla og góða fjöðrun mátti halda góðri ferð.

 

Hnúkurinn gnæfir

Fararskjótarnir þrír

Nálgumst óðum

Komnir upp á Hamragarðaheiði, tímabært að sleppa lofti

Flennifæri, 40-60kmh færi ef menn voru vel búnir fyrir hálku og með þokkalega fjöðrun

Undirritaður á toppnum

Hittum fyrir menn, bíla, hjól og alls konar.

Sit hér í tjaldstól og borða sómasamloku í 1550m yfir sjávarmáli, hvað gerðir þú í dag?

Séð niður ofanaf Goðasteini

Hissa á þessu Selfy dæmi

Brynjar horfir yfir fljótshlíðina

Sér vel út til Vestmannaeyja

Binna bíll og minn undir Goðasteini

Eyjafjallajökull í víðmynd

Skemmtileg mynd

Skemmtileg mynd úr meiri fjarlægð

Þessi ruslaðist upp á heilsársdekkjunum, lítið mál

Bratt niður, og mikil hálka

Svell á kafla

Fallegt útsýni yfir Vestmannaeyjar

Komnir niður og verið að pumpa í dekk ofl.

Hér er trakk, og trakk frá því við keyrðum inn fljótshlíð fyrir um mánuði, þá var meiri snjór!

Betri kæling

Hiluxinn var aðeins að hita sig í mestu brekkunum í mesta hamaganginum, fékk vatnskassa heim frá þýskalandi fyrir 18.000 kr samskonar og orginal. Tel ekki þörf á öðru allavega í bráð, hinn er líklega orðinn vel stíflaður.

 

einn 18 ára og einn nýr, sá gamli er fullur af tjöru og viðbjóð þannig ekki er víst að mikill vindur komist gegnum kæliraufarnar, allavega voru stóð svæði þar sem vasaljós lýsti ekki týru í gegn.

Þessi slanga er affall af olíu á vacúm dælu, vonandi seinasti olíulekinn á þessum mótor.

Kippti framstæðunni af í heilu, þarf að laga aðeins götin þar sem intercooler lagnir koma gegn, byrjaðar að myndast sprungur vegna kvassra horna í skurðinum. Þríf svo og mála.

Smá skreppur í bakgarðinum

Skruppum félagar á langjökul og snerum við vegna slæms skyggnis fórum svo hratt yfir skjaldbreiður og til byggða, skemmtilegur skreppur á harðfenni, fólksbílsfæri, reyndi mikið á fjöðrunarbúnað bílanna og stóð hilux sig prýðilega…

 

Eg og Einar Hermanns, duglegir að skreppa á hiluxum okkar

Lítill hilux í stórri náttúru, ferðahraðinn var mikill

60kmh +

Horft niður Skjaldbreiður, mikið svell, en slétt og gott hægt að svínkeyra

Við Slunkaríki

Bókstaflega á toppi Skjaldbreiðurs