Við skruppum félagar á Eyjafjallajökul í góða veðrinu, og færinu, þó var þörf að hafa varann á vegna hálku, en ef menn höfðu nagla og góða fjöðrun mátti halda góðri ferð.
Hiluxinn var aðeins að hita sig í mestu brekkunum í mesta hamaganginum, fékk vatnskassa heim frá þýskalandi fyrir 18.000 kr samskonar og orginal. Tel ekki þörf á öðru allavega í bráð, hinn er líklega orðinn vel stíflaður.
Skruppum félagar á langjökul og snerum við vegna slæms skyggnis fórum svo hratt yfir skjaldbreiður og til byggða, skemmtilegur skreppur á harðfenni, fólksbílsfæri, reyndi mikið á fjöðrunarbúnað bílanna og stóð hilux sig prýðilega…