Við skruppum félagar á Eyjafjallajökul í góða veðrinu, og færinu, þó var þörf að hafa varann á vegna hálku, en ef menn höfðu nagla og góða fjöðrun mátti halda góðri ferð.
Við skruppum félagar á Eyjafjallajökul í góða veðrinu, og færinu, þó var þörf að hafa varann á vegna hálku, en ef menn höfðu nagla og góða fjöðrun mátti halda góðri ferð.
Hiluxinn var aðeins að hita sig í mestu brekkunum í mesta hamaganginum, fékk vatnskassa heim frá þýskalandi fyrir 18.000 kr samskonar og orginal. Tel ekki þörf á öðru allavega í bráð, hinn er líklega orðinn vel stíflaður.
einn 18 ára og einn nýr, sá gamli er fullur af tjöru og viðbjóð þannig ekki er víst að mikill vindur komist gegnum kæliraufarnar, allavega voru stóð svæði þar sem vasaljós lýsti ekki týru í gegn.
Kippti framstæðunni af í heilu, þarf að laga aðeins götin þar sem intercooler lagnir koma gegn, byrjaðar að myndast sprungur vegna kvassra horna í skurðinum. Þríf svo og mála.
Skruppum félagar á langjökul og snerum við vegna slæms skyggnis fórum svo hratt yfir skjaldbreiður og til byggða, skemmtilegur skreppur á harðfenni, fólksbílsfæri, reyndi mikið á fjöðrunarbúnað bílanna og stóð hilux sig prýðilega…