Monthly Archives: May 2018

Nýjir hlutir, meira ryð

Kippti mælaborðinu úr, byrjaði að losa sætisfestingar úr gólfinu sem meiningin er að sandblása og taka ákvörðun hvort keyptar verða nýjar eða þessar nýttar

Þverbitinn er furðugóður sem og sætisfestingarnar, en gólfið alveg búið

Komnir sílsar og grindarendar, bodyfestingar og fleira góðgæti frá USA

Ódýrar G Body flækjur

Gólfið fékk ég í heilu lagi, vísu sagað í helming til að spara við flutning

Allt draslið á gólfinu, orðið slatti af drasli að verðmæti rétt rúm 100þ kr sem er ekki mikið að mínu mati

Það sannast að í ameríku fæst mikið fyrir lítið, enda eru menn þar á bæ ekki að gera svona lagað við jafn ‘ómerkilega bíla’.

veltibúkki

Eftir að hafa kynnt mér kostnað á að kaupa ammerískan veltibúkka sem upp á von og óvon myndi passa, ákvað ég að fljótlegast og ódýrast væri að smíða hann sjálfur

 

Keypti járn fyrir 36000 kall og hrinti þessu saman á einum frídegi og notaði til þess lítið af mælitækjum, aðallega augun og ágiskunina, þetta tókst allt með ágætum og nú er hægt að velta bílnum örugglega og léttilega

 

 

Það var ekki í margt að festa, en þarfna er ágæt festa þar sem hurðarlamirnar skrúfast fastar, hurðar bílsins eru rúmur metri á lengd og um 40 kg hvor, þannig þessar festingar eru virkilega öflugar, og í raun óvenju öflugar

 

Kominn gálgi framfyrir og pívot sem ég giskaði á að myndi hitta á þungamiðju bílsins

Komin ein löpp

Allt klárt nema hjólin undir, þau eru á leiðinni frá USA og bera 900lbs hvert um sig, nota sex hjól undir þetta sem er algert overkill en ætti að verða stöðugt

 

Unnið áfram í Montecarlo

 

Þegar yfirbyggingin er laus frá grindinni er hægt að skoða betur út í hvað ég var að vaða, ég verð að viðurkenna að botninn var verr farinn en ég gerði mér grein fyrir í fyrstu, en þetta verður verðugt verkefni ef það hefst!

 

 

Bodyfesting h/m framan þurfti ég ekki að losa, hún losnaði sjálf..

 

 

 

V/m er sú festing öllu skárri, en ekki góð þó

þarna er vinstri afturendi af síls og bodyfesting, innar á gólfinu eru sætis og sætisbeltisfestingar sem líta vel út

síls hm

öftustu tvær bodyfestingar vm ónýtar alveg

sama hér, hm öftustu bodyfestingar ónýtar

grindarendarnir bm ónýtir af ryði

skuggaleg viðgerð á gólfi, sjáið hvað trebbinn heldur sætisbeltisfestingunni vel… !

þetta er versta ryðið í bílnum, hægra framhorn, síls, bodyfesting og hluti úr gólfi og hvalbak

Vinna að hefjast í Monte Carlo

Bifreið þessi, sem er árgerð 1987 endaði í mínum höndum nærri því fyrir slysni. Hröð hugsun og skortur á ákvarðanatökufælni ollu því að ég ók bifreið þessari heim frá Reykjanesbæ og á Hraunið í gærkvöldi. Tókst ökuferð sú með miklum ágætum, en varð mér strax ljóst, jafnvel áður en að kaupin áttu sér stað, að mikil vinna væri framundan svo hægt væri að njóta þessa bíls.

 

 

Undir vélarhlífina er búið að setja 5.7 lítra vél líklega úr eldri pallbíl ef marka má eldgreinarnar og skv. seríalnúmeri er árgerðin 1977 350 cid.

Engum tíma eytt, fyrsta vinnukvöldið þá fór framendinn af

Þetta er furðu einfalt verk

Nýtt verkefni á Hrauninu

Mér áskotnaðist þessi forláti Chevrolet fyrir skemmstu, framundan er mikil vinna í því sem kalla mætti nokkurskonar uppgerð í honum.

 

Bifreiðin er Chevrolet Monte Carlo árgerð 1987