Monthly Archives: May 2018
veltibúkki
Eftir að hafa kynnt mér kostnað á að kaupa ammerískan veltibúkka sem upp á von og óvon myndi passa, ákvað ég að fljótlegast og ódýrast væri að smíða hann sjálfur
Keypti járn fyrir 36000 kall og hrinti þessu saman á einum frídegi og notaði til þess lítið af mælitækjum, aðallega augun og ágiskunina, þetta tókst allt með ágætum og nú er hægt að velta bílnum örugglega og léttilega
Unnið áfram í Montecarlo
Þegar yfirbyggingin er laus frá grindinni er hægt að skoða betur út í hvað ég var að vaða, ég verð að viðurkenna að botninn var verr farinn en ég gerði mér grein fyrir í fyrstu, en þetta verður verðugt verkefni ef það hefst!
Vinna að hefjast í Monte Carlo
Bifreið þessi, sem er árgerð 1987 endaði í mínum höndum nærri því fyrir slysni. Hröð hugsun og skortur á ákvarðanatökufælni ollu því að ég ók bifreið þessari heim frá Reykjanesbæ og á Hraunið í gærkvöldi. Tókst ökuferð sú með miklum ágætum, en varð mér strax ljóst, jafnvel áður en að kaupin áttu sér stað, að mikil vinna væri framundan svo hægt væri að njóta þessa bíls.
Nýtt verkefni á Hrauninu
Mér áskotnaðist þessi forláti Chevrolet fyrir skemmstu, framundan er mikil vinna í því sem kalla mætti nokkurskonar uppgerð í honum.