Chevrolet Monte Carlo

 

Þennan bíl eignaðist ég fyrir slysni í raun, sá hann auglýstan og bauð Hyundai jeppling sem ég átti og hafði lagað talsvert mikið en ekki náð að selja, í skiptum fyrir hann. Þeim skiptum var tekið.

Ég gerði mér grein fyrir því að mikla vinnu þurfti til að laga hann en það er eins og oft með slíkar áætlanir þær koma aftan að manni þetta varð uþb. þrefalt meiri vinna en ég hafði ímyndað mér, er nú þegar þetta er skrifað langt kominn með uppgerð á bílnum og má sjá árangurinn með að skoða fréttasafnið MONTE CARLO á forsíðunni, eða smella hér.