Hyundai Galloper 38″ SELDUR

Þennan bíl hef ég átt í fjögur ár þegar þetta er skrifað, í nóvember 2017. Nú stendur til að fleygja honum blessuðum, en hann hefur staðið sig mjög vel!

Ég átti hann fyrstu tvö árin bara á 31″ dekkjum, jók kraftinn mikið lét túrbínu blása 19 pund og góðan slurk af olíu með. Síðar gegndi þessi bíll því hlutverki að brenna úrgangsolíunni af @Hrauninu því dýrt reyndist að fá uppdælingu á henni keypta þegar um lítið magn er að ræða. Þetta voru þó alltaf einhverjir 2-3 mánuðir á ári sem ég gat ekið bílnum svo-til frítt á smurolíu og öðrum olíum í bland. Í eitt skipti fékk ég gefins tjakkaolíu einskonar sjálfskiptivökva glussa sem var mjög hreinn og bíllinn gekk ljómandi vel á því og kraftaði vel, þó pestin úr honum hafi verið svakaleg og varla öðrum í umferðinni bjóðandi.

Síðan eignaðist ég undir hann 10″ felgur og 35″ dekk og skellti þeim undir sumarið 2015 því þá var meiningin að fara hring um landið með tjaldvagn, og stóð bíllinn alveg undir væntingum í þeirri ferð! Þá fórum við úr Reykjavík, yfir Kjósarskarð og í Kjós, þaðan vestur á Snæfellsnes og útfyrir, skoðuðum alla staði vel og gistum á Ólafsvík, síðan þaðan og yfir Bröttubrekku og upp í Borgarfjörð, Húsafell og skoðuðum Hella, fórum yfir Leggjabrjót og Arnarvatnsheiði norður í Vatnsdal, þaðan í Skagafjörð og svo norður þjóðveg með viðkomu víða austur á Mývatn, þaðan inn að Herðubreið og gistum, þaðan að Öskjuvatni og að nýrunnu hrauni og Kverkfjöll, þaðan aftur austur og niður með Karahnjúkum austur á hérað og fórum hratt yfir austfirði og suður á Höfn, þaðan í Vík og gistum og svo í bæinn. Gerðum þetta á 12 dögum að mig minnir, mikið ferðalag og bíllinn stóð sig einsog hetja og var mjög sparneytinn.

Við afleggjara að Kárahnjúkum

Kóreuoffisjerínn dregur þann Japanska, Galloper með léttan vagn eyddi talsvert minnu en hilux með pallhýsi eins og gefur að skilja, þar að auki er Galloper með 90 lítra olíutank á meðan hilux er með rétt um 60 lítra

Fær í flestan sjó, þarna er verið að skipta um hjóllegur í Tjaldvagninum í miðju sumarfríi, ekkert mál…!

Síðan notaði ég hann áfram í brúkið á úrgangsolíunni um haustið og veturinn, svo fór mig að kitla að breyta honum meira lyfti honum og setti 38″ dekk á 10″ felgurnar, fór nokkrar ferðir á honum þannig ma. á langjökul og svo páskaferð 2017 hringinn kringum hofsjökul inn að laugafelli og miðju ofl. mjög vel heppnaður túr

Björguðum ammerískum stelpum á þessum smábíl á lélegum dekkjum, veit ekki frá hvaða bílaleigu en þær höfðu verið á landinu í 5 klukkutíma þegar þær keyrðu út af

Á hábungu vestanverðs Langjökuls í góðu veðri

Við skála Ferðafélagsins í Jökuldal

Snjólétt norðan Hofsjökuls

Ingólfsskáli

Laugafell

Miðja Íslands

Rétt austan við Setur, skála Ferðaklúbbs 4×4