Minn fyrsti jeppi var Suzuki Vitara árgerð 1997. Þennan bíl kaupi ég 17 ára gamall norður á akureyri, ég flaug norður og keypti bílinn og ók honum suður í miklu óveðri, keyrði út af og þurfti að keyra utan þjóðvegarins á köflum vegna fastra bíla, þetta var mikil upplifun og skemmtileg.
Fyrst um sinn var bíllinn bara eins og ég hafði keypt hann, 33″ breyttur með 5.125:1 drifhlutföll
Fyrstu árin dundaði ég mér eitthvað í honum setti á hann kastara og eitthvað drasl, skóflufestingu og vinnuljós ofl ofl smálegt. GPS og laptop tölvu
Þá fór ég að hugsa hvort ekki væri snjallt að setja undir hann hásingar frá Toyota Hilux, slíkar eignaðist ég fyrir 30.000 kr af strák við Blönduós.
Svo fór ég og leigði mér verkstæði og hófst handa, 18 ára gamall og algerlega reynslulaus
Þetta var ég að dunda mér við vorið 2011 og fram á haustið, svo notaði ég bílinn svolítið um veturinn með toyota hásingar og reyndist það frábærlega!
Hér fórum við Könnunarleiðangur að Langjökli í nóvember 2011, Einar vinur minn lenti í að skemma gírkassa svo hann þurfti drátt langleiðina frá jaka og til byggða, ekki veit ég hvers vegna okkur datt ekki í hug að aka niður í Borgarfjörð og fara malbikið, en allavega fórum við Kaldadal aftur og reyndi það mikið á hæfni og drifgetu í bobbanum, og stóðst hann allar væntingar og meira til! Dróg þennan jálk til byggða og það á sléttum dekkjum!
Fleiri jeppamyndir veturinn 2011 og 2012.
Svo fékk ég þá skrúfu í höfuðið að þurfa dísel vél og 38″ dekk, og þá var það auðvitað bara framkvæmt 2012 og 13
Vélina fékk ég úr Hyundai Galloper sem ég ferðaðist á sumarið 2012, og reif strax um haustið, bílinn fékk ég fyrir 50.000 kr og reyndist hann vel, ég lék mér mikið að því að auka kraftinn í honum og hann óð áfram með 2 tonna trukkinn, þannig hann ætti að koma súkkunni vel áfram!