Um

Við Vatnshelli á Snæfellsnesi

Er 27 ára gamall, Bifvélavirkjameistari að mennt.

Borinn og alinn norðan heiða til hálfs. Bárðdælingur frá bænum Sandhaugum og bjó þar til 1998, þangað sótti ég svo sumarstörf allt fram til 2007 og “lærði að vinna”. Reykjavík hafði ágæt áhrif en samt er það enn þann dag í dag að sveitina kalla ég “Heim!”

Hef alla tíð hrifist mikið að mekanikki, hef óstöðvandi hvöt til þess að læra hvernig og af hverju hlutir virka þannig og hinsegin, hef hingað til haft mikla þörf til þess að finna upp hjólið en er að komast að því að oft eru uppfinningar annarra í óbreyttri mynd bara þokkalega góðar!

Ég hef starfað á tveimur stöðum hér í Reykjavík, fyrst um sinn sem nemi og síðar Bifvélavirki hjá Bílaverkstæði Högna í Hafnarfirði, þar var ég í ein sjö ár með nokkrum pásum vegna skóla til að byrja með, lærði þar mikið á stuttum tíma, ómetanleg fræðsla þó ég hafi aldrei fengið á tilfinninguna að mér þætti gaman að stunda viðgerðir fyrir aðra.

Eftir um fjögur ár á verkstæðinu samfleytt horfði ég áfram til náms og kláraði þá Meistararéttindi Bifvélavirkja, og sagði um leið starfi mínu lausu á verkstæðinu, mánuði síðar var ég orðinn starfsmaður hjá Frumherja HF.

Þar um miðjan vetur fékk ég réttindi sem Skoðunarmaður ökutækja og síðar vörubifreiða einnig og framkvæmi nú skoðanir og ökutækjaskráningar af öllu tagi auk þess að vera Stöðvarstjóri skoðunarstöðvarinnar í Klettagörðum.

Þegar keppt var í Mýrarbolta á Ísafirði