Hér set ég saman gátlista yfir þann búnað sem nauðsynlegur er í ferðum til óbyggða, sem og búnað sem reynst getur vel að hafa í ferðum. Athugið að listi þessi er ekki tæmandi, vissar bíltegundir og vissir farþegar gætu þurft að haga búnaði eftir öðrum þörfum.
Ef við byrjum á þeim lágmarksbúnaði sem ég tel nauðsynlegan áður en haldið er til fjalla, vissulega er misjafnt hvort menn ferðast einbíla eða í hóp með öðrum, jafnvel stórum hóp. Þá er kannski óþarfi að allir séu með allt það sama, t.d. ætti að vera nóg að einn úr 5 bíla hóp hefði varadekk og spil osfv.
En byrjum á því sem allir þurfa að hafa með sér.
- VHF samskiptabúnaður, hægt er að fá ódýrar hand stöðvar en mælt er með því að nota fastar stöðvar í bíl með allt að 25w sendistyrk nema eigandi hafi Amateur Radio réttindi.
- GPS tæki það er í raun erfitt að rata um hálendi Íslands án GPS tækis, því tel ég það nauðsynlegan búnað. Menn sem kunna til geta notað áttavita og kort, þó tel ég slíkan búnað ekki gæfulegan í mjög vondum veðrum sem dæmi, þar sem erfitt er að átta sig á landslagi og jafnvel erfitt að lesa kort innan úr bíl og áttaviti ónákvæmur
- Hleðslutæki fyrir farsíma eða annan fjarskiptabúnað(12 volt)
- Teygjuspotti einföld, góð fjárfesting og hlífir bílum mikið þegar nota þarf mikið, eða lítið átak til að losa úr festu
- Dráttarkrókar, augu eða krókar fyrir prófíltengi sé bíllinn útbúinn slíku, annars föst augu við grind bílsins svo hægt sé að tengja dráttartaug við hann
- Góð og vel mynstruð dekk, vissulega krafa þó svo það megi taka mið af færð og ferðahraða
- Skófla, góða skóflu sem hægt er að beita ef þarf í festu og ekki síst ef þarf að moka frá inngöngum í fjallaskála
- Tappasett, allir ættu að eiga tappasett, það kostar lítið og getur bjargað miklu
- Loftdæla (fyrir dekk)
- Loftþrýstingsmælir 0-10psi og 0-30psi eða eftir þörfum
- Ýmsar olíur t.d. vélarolíla, sjálfskiptingarolía, gírolía, bremsuvökvi, ef margir eru á sams konar bílum er hægt að sameinast um að eiga varavökva.
- Auka hjöruliðskrossar, það er ekki óalgengt að gera þurfi við hjöruliðskrossa á fjöllum, þeir eru mismunandi eftir bíltegundum, því þarft þú að hafa kross fyrir þinn bíl og ath. hvort þeir séu allir eins, þeir kosta lítið og taka lítið pláss
- Auka hjólalegur, sama of að ofan
- Varasett af öllum reimum sem tengjast mótor, sama og að ofan
- Frostvari í eldneyti, bjargar mönnum oft ef frystir mikið (sérstaklega á diesel bílum)
- Auka fatnaður, auka kuldafatnaður(fólk á til að lenda í vandræðum ef það blotnar, það er auðvelt að taka með sér auka skjólfatnað)
Áður en haldið er af stað
- Athuga legur og hjöruliðskrossa
- Smyrja og hafa vel virkandi smurolíu- og hráolíusíur
- Setja frostvara á alla eldneytistanka/brúsa
- Hægt er að biðja um Aukaskoðun á skoðunarstöðvum þar sem farið er yfir allan búnað bíls líkt og í lögbundinni bifreiðarskoðun.
- Láta álagsmæla rafgeyma reglulega(Oft reynir óvenju mikið á kaldræsiþol geyma á fjöllum, sérstaklega á diesel bílum)
- Spyrjast fyrir um færð og snjóalög á fyrirhugaðri leið hafi einhver farið þar um nýlega, t.d. á Facebook grúppum eða á Jeppaspjalli.
Verkfæri ofl.
- Hráolíusía
- Hosuklemmur
- Topplykklasett
- Spil
- Ísöxi
- Broddar
- Sigbelti og línur
- Skrúfjárnasett
- Toppasett/skrall
- Skiptilykill, þetta verkfæri er nær gagnslaust nema þegar annað þrýtur
- Varadekk