Tók innréttinguna úr þegar ég ryðbætti gólfið og sætisbitann, fann ýmislegt gamalt þar undir sætum og bakvið innréttingarhluti, margt antík drasl og já aðallega drasl og rusl. Hálf fullur svartur poki!
Tók teppið og bleytti í olíuhreinsi og fór með háþrýstidælu yfir, náði því ansi góðu, fór svo aðra umferð með ilmbættri sápu og fjarlægði þá svampinn neðanúr teppinu, keypti málaramottur í Múrbúðinni ódýrt og ætla að prófa að láta hana sinna hlutverki svampsins