Monthly Archives: April 2017

Innrétting þrifin! Sætin ónýt?

Tók innréttinguna úr þegar ég ryðbætti gólfið og sætisbitann, fann ýmislegt gamalt þar undir sætum og bakvið innréttingarhluti, margt antík drasl og já aðallega drasl og rusl. Hálf fullur svartur poki!

Tók teppið og bleytti í olíuhreinsi og fór með háþrýstidælu yfir, náði því ansi góðu, fór svo aðra umferð með ilmbættri sápu og fjarlægði þá svampinn neðanúr teppinu, keypti málaramottur í Múrbúðinni ódýrt og ætla að prófa að láta hana sinna hlutverki svampsins

 

Ryð! Burt með það!

Ég skoðaði bílinn sæmilega, sá að ekki var víða ryð, þá einna helst í sílsum, fram brettum og undir bílstjórasæti, best að tækla það fyrst!

 

Skar hluta af sætisbitanum burtu, og þaðan neðan undan úr gólfplötunni, sneið bót í gatið og setti nýjan sætisbita, allt vel suðukíttað grunnað og málað ætti að vera til friðs!

Nýr bíll, Toyota Hilux keyptur

Um daginn fjárfesti ég í Toyota Hilux jeppa, 38″ breyttum hjá Krók bílauppboði

 

TOYOTA HILUX DOUBLE CAB UPPBOÐSSÍÐA

 

Ljóst þykir að bíllinn þarf mikla ást, ég var búinn að safna mér fyrir bíl sem væri tiltölulega tilbúinn, var reiðubúinn að fjárfesta í bíl milli einnar og tveggja milljóna króna. Því koma þessi kaup svolítið á óvart þó ég segi sjálfur frá, en lausafjársstaðan leyfir mikla endursmíði og er meiningin að gera þennan bíl góðan fyrir vetur 2017!