Finnst þér bíllinn hægur, jafnvel óvenju hægur? Viltu auka aflið?
Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga, og leiðbeiningar hvernig hægt er að taka meira afl út úr vélinni en hún var með frá framleiðanda. Athugið þó að þessar upplýsingar eru ekki tæmandi, og engin ábyrgð er tekin á mögulegum skemmdum sem þær gætu valdið hjá þeim sem prófar að fara eftir þeim, þessar upplýsingar eru eingöngu byggðar á persónulegri reynslu og fikti og þurfa ekki í öllum tilfellum að vera byggðar á nokkurskonar prófunum.
Skref 1
Athuga þjónustu vélar, smyrja og nota góða olíu, athuga ventlabil(stilla ef þörf er á), athuga loftsíu og hráolíusíu og skipta ef þarf.
Skref 2
Mælar! Áður en nokkurskonar tjúnn er framkvæmt, fáðu þér í það minnsta Boost mæli(túrbínuþrýstingur) og EGT mæli, Exhaust Gas Temperature, þegar þrýstingur er aukinn er viðbúið að afgashiti lækki, en þegar olíumagn er aukið hækkar afgashitinn aftur.
Skref 3
Intercooler! Þegar þrýstingurinn er aukinn hitnar loftið mikið milli túrbínu og soggreinar, þar á milli þarf að setja (millikælir) svo nýtingin sé einhver, eins gæti verið gott fyrir nörda að hafa sem næst soggrein (intake temperature sensor) til að sjá hversu vel millikælirinn er að ná að kæla loftið áður en það fer í brunahólfin.
Skref 4
Prufukeyra, prófa undir fullu álagi á nokkrum snúningum, t.d. sé ég að á mínum bíl blæs hann 9 pund undir fullu álagi á 2200sn og yfir. Ég myndi vilja fá þrýstinginn upp í 16 pund og þá helst á aðeins lægri snúning.
Skref 5
Auka túrbínuþrýsting, það eru tvær leiðir sem menn fara til þess að framkvæma þetta, annarsvegar að setja tregðu í lögn sem er milli túrbínu og þrýstiventils á afgashúsi túrbínunnar, þannig er hann stilltur til að opna seinna(við hærri þrýsting)
hinsvegar setja menn stilliskífur undir festingu á membrunni sem ýtir á þrýstiventilinn á túrbínunni, hvort tveggja eru góðar og gildar aðferðir og mönnum alkunnar, athugið þó að þegar síðan er farið í að auka olíumagn, og þ.a.l afgashita gæti þurft að stilla túrbínuþrýsting aftur! Eina raunverulega leiðin til að mæla þrýstinginn er að aka rólega og prufa að gefa í og sjá hversu hátt þrýstingurinn fer á mælinum, og passa að fara kannski ekki yfir 20 pund, ég mæli með 16 pund því það virðist vera algild tala hjá þeim sem eru að gera þetta við þessar vélar úti í heimi án nokkurra stórvægilegra breytinga.
Sjá mynd af túrbínunni og boltum þar sem settar eru skífur til að halda ventlinum lokuðum lengur og svo önnur mynd sem sýnir týpiskan wastegate controller(nálarloki til að lækka þrýsting í lögninni milli túrbínu og boost actuator, þrýstings ventil)
Skref 6
Auka hámarksolíumagn frá vél
Myndir segja meir en 1000 orð, hér er mynd af skrúfunni á olíuverkinu sem þarf að skrúfa inn, fylgist vel með reyk úr púströri við inngjöf og afgashita undir álagi(ekki fara yfir 600° í lengri tíma og 650 í styttri tíma) eflaust er hægt að komast af með að fara í hærri hita, en gagnið af slíkum hita er ekkert og hættan á að skemma eitthvað er orðin mikil, við svona hita er líka spurning hvort auka þurfi vatnskælingu og jafnvel að bæta við olíukælingu, en við reynum bara að halda okkur undir 600 og þá erum við örugg.
Skrúfan er með 12mm lásró og 8mm stillibolta, mér hefur reynst best að troða 7.6mm gúmíslöngu upp á stilliboltann þá getur maður stillt þetta án þess að rífa frá sér í hvert skipti, fínstillt og hert svo lásrónna aftur. Það er ágætis regla að fara bara 1/8 úr hring í hvert skipti, breytingarnar eru gífurlegar við hverja hreyfingu á skrúfunni, túrbínan kemur fyrr inn og reykurinn úr pústinu eykst, góð þumalregla er að það komi smá svartur reykur þegar þú ert að auka hraðann snarplega en svo reyki hann ekkert undir langvarandi álagi, þá sérðu líka á afgashitamælinum að hann rýkur hratt upp í c.a. 450° en fer svo hægt og rólega upp í ca 600° og heldur sér þar.
Skref 7
Auka olíumagn við inngjöf (LDA actuator)(Boost compensator)
Ofan á olíuverkinu er þrýstihólf sem býður upp á að auka olíumagn í verkinu þegar þrýstingur kemur frá túrbínu, þetta stykki er hægt að stilla og ég sýni hér hvernig mér hefur best reynst að gera það
Lokið losað ofanaf og þá sést membra sem þarf að passa að sé alveg þétt
Undir membrunni er prjónn og gormur og sitthvað fleira, best er að forðast að taka pinnann úr, amk finnst mér það, betra bara að losa membruna upp og snúa stykkinu 1/4 úr hring og setja saman og prófa að aka og finna muninn, fyrir þá sem vita meira hvað þeir eru að gera þá er hægt að taka pinnan alveg upp úr og setja varlega saman aftur, best er að snúa pinnanum þannig að bratta skarðið snúi að framenda bílsins, þannig fæst hámarks olíumagn við aukinn túrbínuþrýsting, athugið að fylgjast með afgashita eftir þessa breytingu en af fenginni reynslu var aukningin óveruleg, en aukningin í snerpu var töluvert, auk þess sem 16psi þrýstingur á túrbínu fæst nú við 1800sn í stað 9psi á 2200 áður.
sjá myndir af LDA pinna og boost compensator
Skref 8
Prufuakstur, prófið að aka í björtu og fylgist vel með reyk úr pústinu, alls ekki hafa of mikinn reyk það er bara sóun á eldsneyti og ávísun á sótaða ventla, túrbínu og mikinn afgashita litla nýtingu, hafið frekar nokkurn reyk þegar gefið er í botn og þannig hann hætti að reykja við fullan túrbínuþrýsting, prófa einnig að aka með fullfermi upp langa brekku og fylgjast vel með afgashita, reyk og kælivatnshita ekki síst!
Einnig er vert að athuga að við skylduskoðun ökutækja er reykþykkni mæld sérstaklega, þá er vélinni gefið snögglega inn meðan mælitæki sogar úr púströrinu, hámarksgildi sem leyfilegt er, er 3.0 K M-1 á vél með túrbínu. Eftir mínar tjúningar mælist reykþykknin 2.28 K M-1 en var á vélinni óbreyttri 1.70 K M-1
Ég endurtek að þessar upplýsingar eru eingöngu byggðar á persónulegri reynslu, fikti og prófunum en ekki upplýsingum frá framleiðanda eða neinum slíkum. Því skulu þessar aðgerðir framkvæmdar með fyrirvara um villur eða rangar upplýsingar og með það í huga að engin ábyrgð er tekin á gjörðum þess er hyggst fara eftir þessum upplýsingum, hvort sem þeim er fylgt í einu og öllu eður ei.
Ábendingar, og viðbætur má gjarnan koma til mín á pósti saebbi hjá gmail.com
Gangi ykkur vel