Hér er smá samantekt á þeim hápunktum líðandi árs sem ég man eftir
janúar
Árið 2017 byrjaði með látum hjá mér, það var stutt í “lók í laug” ferð okkar félaga, og jeppinn enganvegin tilbúinn. Þannig fór að daginn fyrir brottför tók ég frí frá vinnu, og vann í bílnum allan þann dag, og alla nóttina, fór að sofa um 8 um morgun og svaf til hádegis, vann svo í bílnum til kl 17 á brottfarardag, en brottför var einmitt kl 17. Þá lögðum við Sóley af stað einbíla um kl 1900 á eftir ferðahópnum og vorum komin inn í Landmannalaugar um kl 23 vandræðalaust. En sjaldan hefi ég verið jafn þreyttur, og þetta er sú eina jeppaferð sem ég hef farið á ævinni sem ég hafði ekki neitt gaman að. Enda fór ég heim strax daginn eftir, og fór strax að íhuga sölu á jeppanum!
Eftir ferðina gerði ég lítið annað en að vinna, enda er janúar yfirleitt svolítið strembin í skoðunarbransanum, allir vilja koma sem fyrst í skoðun!

Einhvern laugardag í janúar kom ég svona að Hrauninu, þessi maður á landrover jeppa sínum var búinn að leggja þvert fyrir innkeyrsluna svo ég komst hvergi með bifreið inn. Þá lagði ég druslum mínum þétt upp að honum svo hann kæmist ómögulega.
febrúar
Seinni hluta febrúarmánaðar kafsnjóaði í Reykjavík

Þá trekkti ég þennan í gang, og setti á hann díselolíu, en það hafði ég ekki gert frá því í júní árið 2016
mars
Til stóð að halda á Langjökul um helgi, á þriðjudegi ákveð ég að snera ekki Fordinn, enda ennþá leiður á honum frá því um áramótin, tók því heldur Galloper jeppan minn og skellti honum á 38″ dekk og fór á honum á jökul

Bíllinn var áður á 35″ dekkjum sem pössuðu vel, það þurfti að beita smá brögðum til að koma 38″ dekkjum undir

Gunnar Gírlausi fékk líka afnot af hrauninu eina kvöldstund, þarna var ég nánast klár í ferð, var bara að skera mynstur í dekkin, sem voru slétt þegar ég keypti þau fyrir 15000 kr.

Túrbínan hitnaði svakalega, kveikti í klæðningu á kvalbaknum og upp í húddlokinu, þarna var gott að hafa slökkvitæki!

Á vegi okkar urðu þrjár ungar stúlkur frá Boston ÚSA, en þær höfðu lent á klakanum um morgun sama dag, leigt sér bíl og komið honum út af veginum fljótlega eftir hádegi. Við drógum þær upp á veg og sögðum svo bara Good Luck!
Seinna í mars bauð Sóley mér upp á notalega helgi í sumarbústað í Brekkuskógi, við fórum líka góðan rúnt um nærumhverfið og m.a. í Friðheima.
apríl
Í apríl fórum við í stóra páskaferð, hringinn kringum hofsjökul með gistingu í setri, og í laugafelli.
Fljótlega eftir þessa ferð setti ég auglýsingu þar sem ég bauð fordinn til sölu, viðbrögðin létu ekki á sér standa, svo mikil urðu þau að ég þurfti að fjarlægja símanúmerið úr auglýsingunni því síminn bókstaflega stoppaði ekki, og menn hringdu langt fram á kvöld!
Ég setti auglýsinguna inn rétt fyrir kvöldmat á föstudegi, um kl 11 um morgun var ungur maður frá blönduósi kominn til að skoða bílinn, og hann var farinn burt á honum fljótlega upp úr hádegi.
Rétt fyrir mánaðamót apríl maí kaupi ég þennan títtnefna Hilux jeppa á bílauppboði króks!
maí
Rússland gaf Kóreu start, samvinna þjóðanna er bersýnileg.
Svo keypti ég mér ferðavagn, sem ég svaf nokkuð mikið í um sumarið
júní
Skellti mér á bíladaga með Braga myndatökumanni, sóley var að vinna, tók þessa ákvörðun kl 5 eftir vinnu á föstudegi og lagði af stað kl 6
Svo skruppum við sóley ásamt G7 á jónsmessuhátíð í Básum við Þórsmörk
júlí

í júlíbyrjun fórum við á Hólmavík að fylgjast með rallkappakstri, og drukkum svo Gin í Gin með klaka úr 20lt. skúringarfötu
ágúst
Fyrri hluta ágústmánaðar átti Hilux jeppinn hug minn allan, en í lok ágúst fórum við Sóley til Spánar og upplifðum margt og mikið!
Ég var duglegur að taka myndir og skrifa ferðadagbók, hana er hægt að nálgast hér á síðunni ef flétt er til ágúst og september 2017.
september

seinnihluta september kvöddum við vinnufélaga frá frumherja, Haukur hætti mánaðarmót september október, hann hefur verið mörgum mikill lærimeistari í skoðunarbransanum og víðar
október
nóvember

Það var ekki fyrr en um miðjan nóvember sem ég kvaddi sumarið formlega, þ.e. með þvi að ganga frá ferðavagninum. En í sanni sagt þá komst það ekki í verk vegna verkelju af völdum Toyota jeppans.
Árið 2017 hefur verið viðburðarríkt, og ég hef enga trú á öðru en að 2018 verði viðburðarríkara, mig langar að vera duglegri að ferðast innanlands á komandi ári, jafnvel á kostnað utanlandaferða.