Ég fékk mér álplötu og smíðaði lok yfir pallinn á hilux


Ég fékk mér álplötu og smíðaði lok yfir pallinn á hilux
Jæja, ekki fékk ég að aka Hilux lengi áður en eitthvað bilaði, nú hættu ljósin að virka! Allt svart!
Ég reif sundur innréttinguna og mældi og komst að þeirri niðurstöðu að víralúmið og rofarnir og segulrofarnir virka vel, og kveikja ljósin ef ég tengi fram hjá. Dagljósa relayið hlýtur að vera sökudólgurinn!
Ég nýtti tækifærið og tók bílstjórahurðina af, fyrir aukin þægindi ef þægindi skyldi kalla… en líka til að skipta um hurðalamirnar sem ég er búinn að eiga lengi.
Fyrri eigendur hafa sett nokkur fjarstört og fjarlæsingar í þennan bíl ég henti þessu öllu í ruslið og nota bara lykilinn ef ég læsi þá nokkuð yfir höfuð !
Tók svo loks vel til í vélarrýminu, þar var sama, mikið af gagnslausum rafköplum.
Fyrr í dag hafði Ingvi, fyrsti eigandi Hilux jeppans samband við mig og sagðist eiga af honum gamlar myndir sem honum langaði að sýna mér. Það er alltaf gaman að “leita að upprunanum!”
Hér er bíllinn greinilega nýr og verið að breyta, þarna á eftir að smíða undir hann fjöðrun að aftan og færa hásingu aftar
Hraunið er búið að vera undirlagt undanfarið af drasli, um öll gólf, margt hefur setið á hakanum, t.d. var ferðavagninn úti í snjónum og geymirinn orðinn tómur og allt í volæði. Smellti honum inn og þurrkaði vel og pakkaði saman, lagði á hliðina og setti á hjólabretti(fást í Bauhaus ódýrt) og rúllaði honum flötum upp að veggnum. Tekur ekkert pláss!
Hef verið að bæta svolítið á síðuna, aðallega upplýsingarpósta og eins skrif um jeppana mína og myndir, ætla svo að gera pistil bæði um Súkkuna sem ég átti og svo Fordinn sem ég átti, þarf eiginlega að gera það á frídegi það gæti orðið mikill pistill.
Hef verið að keyra Hiluxinn til og frá vinnu undanfarið, hann á það til að blikka vélarljósinu tengt inngjöfinni, kannski eitthvað tengt Throttle Position Sensor sem var villa nr 41. þegar ég las af tölvunni í honum (ætla að skrifa upplýsingapistil um þá aðgerð einnig)
En naglarnir svínvirka, enginn hávaði per sé en gripið ofboðslegt.. Að framan, á eftir að negla að aftan, en keypti 1000 nagla í viðbót á 7000 kall!
Ég var að bæta við upplýsingum á síðuna, og slóðum á útlenska build þræði undir (english)
Í dag prófaði ég í fyrsta skipti að nota pickup eins og til er ætlast, flutti uþb. 600kg af járni á pallinum og hann bar það vel, og fjaðraði fínt. Kraftaði sæmilega, fann satt að segja engan mun á því, en fannst hann þó örlítið lakari á bremsum.
Með fullfermi, ég hef verið spurður út í þetta fiskkar sem ég geymi járnaruslið í, og komst því að því að það er ekki leyfilegt að nota þau undir rusl. Staðreyndin er sú að ég hirti það úr ruslagámi hjá Hringrás fyrir uþb. ári síðan og hef notað það undir rusl, eins og það hafði greinilega verið notað af þeim sem skilaði því í Hringrás á sínum tíma, nú í dag skilaði ég því í Hringrás aftur þannig einhver annar getur tekið við! Hringrás!