Jæja, ekki fékk ég að aka Hilux lengi áður en eitthvað bilaði, nú hættu ljósin að virka! Allt svart!


Ég reif sundur innréttinguna og mældi og komst að þeirri niðurstöðu að víralúmið og rofarnir og segulrofarnir virka vel, og kveikja ljósin ef ég tengi fram hjá. Dagljósa relayið hlýtur að vera sökudólgurinn!
Ég nýtti tækifærið og tók bílstjórahurðina af, fyrir aukin þægindi ef þægindi skyldi kalla… en líka til að skipta um hurðalamirnar sem ég er búinn að eiga lengi.


Fyrri eigendur hafa sett nokkur fjarstört og fjarlæsingar í þennan bíl ég henti þessu öllu í ruslið og nota bara lykilinn ef ég læsi þá nokkuð yfir höfuð !

Tók svo loks vel til í vélarrýminu, þar var sama, mikið af gagnslausum rafköplum.
