Við Sóley vorum ákveðin í að fara vestur á Ísafjörð á tónleikahátíðina Aldrei fór ég suður!
Búin að útvega okkur gistingu á Súganda og allt… en félagarnir brugðust, við nenntum ekki að fara ein. Þannig við ákváðum að slá til jeppaferðar, en félagarnir brugðust þar aftur, þá var fátt að gera en að slást í för með öðrum félagahóp og fór það svo að við, og pabbi og Einar Sólonsson og Steinþór á Trooper lögðum í reisu til Seturs.
Hér er eitthvað af myndum frá ferðinni
Mæting á föstudagsmorgni
Félagahópurinn, ég, Einar Sól, Steinþór á Chevy pickup og pabbi á 90cruser
Einar segir að við séum að fara ÞANGAÐ
Setrið, þar voru fyrir austfirðingar sem höfðu skroppið í Nautöldu og gegnum Blautukvíslargljúfur sem við áttum eftir að skoða!
Þórir á Hroll
Það var skammgóður vermir að hafa spilið framan á, fjöðrunin fékk að kenna á því á leiðinni inneftir svoleiðis að ég var fljótur að tjóðra spilið á pallinn á laugardeginum!
Setrið á laugardagsmorgni, leikdagur
Sólin kyssir fjalltoppana
Sóley er hörku fjallaökumaður.
Austfirðingar leiða okkur áleiðis að Kisugljúfrum, þeir héldu síðan áfram suðurfyrir Kerlingarfjöll og inn á Hveravelli
Kisugljúfur, þarna hlýtur að vera tilkomumikið að koma að sumri til!
Tilkomumikið bjarg, líklega á annað hundrað metrar.
Svo fórum við norður fyrir setur og í Blautukvíslargljúfur, þar er ekki alltaf bílfært en gekk vel núna.
Í Blautukvíslargljúfri
Í pottinum við Nautöldu
Uppsprettan við pottinn
Við Bólstað, og vað á Þjórsá við Sóleyjarhöfða
Selfy við íhleypingar, menn voru ýmist með úrhleypibúnað eða ekki en enginn þurfti að bíða eftir neinum, gamla lagið virkar líka alveg, allavega hef ég ekki nennt að setja úrhleypibúnað þó ég eigi hann til.
Gamli kláfurinn yfir Tungnaá við Búðarháls.
Kominn í bæinn á skítugum bíl…
Dælan í aukatankinum hætti að virka
Leikdagur
Krómið speglar
Hrollur leiðir
Veðrið var frábært, sólarvörn nauðsynleg.
.
Flottur trooper sem er í raun amerískur pickupp
Blautukvíslargljúfur
Ekið yfir snjóflóð í Blautukvíslargljúfri
Heit uppspretta við Nautöldu
Merkilegur hluti af ferðasögu íslands, þessi kláfur yfir Tungnaá
.
Þrátt fyrir háan aldur og staðsetningu á hálendinu er ástand kláfsins, og grindarinnar ótrúlega gott.
Snów foam cannón
Ekki lengi skítugur
Þessa bjó ég til fyrir félaga mína á Hilux Pickup Offroad Club en hún nýtist hér engu síður, jökullinn sem sést er Hofsjökull sunnanverður og norður snýr upp.