Category Archives: Breytingar

Þegar ég er að breyta jeppum í minni eigu þá nota ég þannan fréttaflokk til að halda þeim skrifum saman

Meira hilux dund

Myndir segja meir en 1000 orð segja allir

VQLKALJJ_o.jpg
nýjar lamir, þær komu alveg ómálaðar svo ég setti menjugrunn og sprautulakk yfir
hHTBFock_o.jpg

Hurðin var komin af svo ég skipti lömunum út, þær voru mjög slappar

dXCyQBRZ_o.jpg


8vQKr1he_o.jpg
hmmm, ódýrir kútar frá USA, spurning að hafa þá í seríu


zkj99K6W_o.jpg


zOewjhq5_o.jpg
setti fluidfilm á grind og botn

More rust prevention

UuPUWcc5_o.jpg
öflugt stöff


5fAJOKNX_o.jpg
setti nýjan rúðupisskút, henti þeim sem var sérsmíðaður í hjólskálina í ruslið


VFAXiyCJ_o.jpg


SPXoBJBV_o.jpg


KTjWVTop_o.jpg

If it looks stupid but it works, what is it then?

5g1yvBl3_o.jpg
loks hægt að tala saman í bílnum


m8nZVyau_o.jpg
framdrifið úr


y0qTOeik_o.jpg
þessi upphengilega á lengri öxlinum var algerlega ónýt


5jPpDbnQ_o.jpg


NEh9ukl2_o.jpg


NhcuTrPJ_o.jpg
nýtt drif


Smá viðhald fyrir veturinn

Ég hef lítið notað jeppann síðan í ferðalögum í sumar, þar stóð hann sig með stakri prýði. Nú er hinsvegar að koma vetur og þá þarf að gera klárt svo hann verði nú til friðs í óbyggðum!

Sílsinn var byrjaður að losna, slípaði hann upp og heilsauð, á eftir að mála í réttum lit.
Alternator var farinn að suða og var lélegur, keypti nýjan frá Bretlandi.
Nýji alternatorinn er mjög flottur, ég skipti um öll rafmagnstengi líka því þau voru brunnin og léleg.
Hér má sjá hvernig ástandið á tengingunum var orðið, obbb bójj!
Hér er svo komin ný kúpling á kæliviftu vélarinnar!

Betri kæling

Hiluxinn var aðeins að hita sig í mestu brekkunum í mesta hamaganginum, fékk vatnskassa heim frá þýskalandi fyrir 18.000 kr samskonar og orginal. Tel ekki þörf á öðru allavega í bráð, hinn er líklega orðinn vel stíflaður.

 

einn 18 ára og einn nýr, sá gamli er fullur af tjöru og viðbjóð þannig ekki er víst að mikill vindur komist gegnum kæliraufarnar, allavega voru stóð svæði þar sem vasaljós lýsti ekki týru í gegn.

Þessi slanga er affall af olíu á vacúm dælu, vonandi seinasti olíulekinn á þessum mótor.

Kippti framstæðunni af í heilu, þarf að laga aðeins götin þar sem intercooler lagnir koma gegn, byrjaðar að myndast sprungur vegna kvassra horna í skurðinum. Þríf svo og mála.

Spil

Ég fékk mér spil á Hiluxinn um daginn, nú fer hann að verða vel græjaður til fjallaferða, það eina sem mig langar að gera í viðbót er driflás að framan!

 

Límmiðar

Það er nauðsynlegt að hafa nóg af límmiðum, sérstaklega ef lakkið er ekki gott!

Þessir Hilux fjallalímmiðar kostuðu 0.5 dali í Kína

Fékk þennan hjá Hilux Pickup Owner Club í Bretlandi

Smá föndur

Ég var svolítið að lenda í því í seinustu ferð að fá snjó undir reimarnar og var það töluvert þreytandi til lengdar, ákvað því að fyrsta verk yrði að smíða plötu undir framendann, en þar var engin hlífðarplata. Fékk þessa fínu plötu hjá málmtækni og beygði hana í horfið með skrúfstykkinu.

fjandi massíf og flott skriðplata, undirsínkaðir boltar þannig ekkert skrapast og eyðileggst, ekki það að ég telji neitt auðveldara að losa þessa bolta heldur en bolta með skemmdum haus

Ég hafði aldrei sýnt mynd af loftkútnum undir pallinum, hann unir sér vel þarna, nokkurnveginn í sléttri línu við afturhjól svo hættan á að hann rekist niður er hverfandi