Ég fékk mér álplötu og smíðaði lok yfir pallinn á hilux


Ég fékk mér álplötu og smíðaði lok yfir pallinn á hilux
Myndir segja meir en 1000 orð segja allir
Hurðin var komin af svo ég skipti lömunum út, þær voru mjög slappar
More rust prevention
If it looks stupid but it works, what is it then?
Hiluxinn var aðeins að hita sig í mestu brekkunum í mesta hamaganginum, fékk vatnskassa heim frá þýskalandi fyrir 18.000 kr samskonar og orginal. Tel ekki þörf á öðru allavega í bráð, hinn er líklega orðinn vel stíflaður.
einn 18 ára og einn nýr, sá gamli er fullur af tjöru og viðbjóð þannig ekki er víst að mikill vindur komist gegnum kæliraufarnar, allavega voru stóð svæði þar sem vasaljós lýsti ekki týru í gegn.
Kippti framstæðunni af í heilu, þarf að laga aðeins götin þar sem intercooler lagnir koma gegn, byrjaðar að myndast sprungur vegna kvassra horna í skurðinum. Þríf svo og mála.
Ég var svolítið að lenda í því í seinustu ferð að fá snjó undir reimarnar og var það töluvert þreytandi til lengdar, ákvað því að fyrsta verk yrði að smíða plötu undir framendann, en þar var engin hlífðarplata. Fékk þessa fínu plötu hjá málmtækni og beygði hana í horfið með skrúfstykkinu.
fjandi massíf og flott skriðplata, undirsínkaðir boltar þannig ekkert skrapast og eyðileggst, ekki það að ég telji neitt auðveldara að losa þessa bolta heldur en bolta með skemmdum haus
Ég hafði aldrei sýnt mynd af loftkútnum undir pallinum, hann unir sér vel þarna, nokkurnveginn í sléttri línu við afturhjól svo hættan á að hann rekist niður er hverfandi