Í dag skrifa ég lítið og læt snappið tala! Skemmtileg tilbreyting
Allt frá því ég ók bílnum fyrst fann ég að kúplingin var furðuleg, bæði stíf og ógreinileg svona líkt og loft væri á henni, en svo var ekki
Reif þetta í sundur í gærkvöldi og sé þá að þetta er líklega upprunalega kúplingin í bílnum, merkt Aisin sem eru original toyota merki. Verkið tók um 2 klst á gryfju var í svolitlu basli með bolta bæði fyrir startarann og fyrir þverbitann undir gírkassanum þetta er allt frekar gamalt og lúið en losnaði fyrir rest!
Var að brasa í þessu seinnipartinn í dag, svolítið bras að gera þessi göt án þess að fá mikið svarf ofaní tankinn notaði þrýstiloft og svolítið af legufeiti náði lang mestu upp úr en eitthvað fór niður sem ég næ ekki almennilega að skola, þetta er eina gatið á tankinum hugsaði út í að búa til stærra gat og setja lok en nenni því ekki núna amk.
Set frekar síu á lögnina framanvið tankadæluna hún ætti að stöðva svarfið ef eitthvað er eftir.
Hraunið er búið að vera undirlagt undanfarið af drasli, um öll gólf, margt hefur setið á hakanum, t.d. var ferðavagninn úti í snjónum og geymirinn orðinn tómur og allt í volæði. Smellti honum inn og þurrkaði vel og pakkaði saman, lagði á hliðina og setti á hjólabretti(fást í Bauhaus ódýrt) og rúllaði honum flötum upp að veggnum. Tekur ekkert pláss!
Skrapp aðeins á Hraunið í kvöld, nú er staðan nærri orðin þannig að maður fær verkkvíða að mæta þangað, svo margt er eftir! Þó hef ég aldrei verið jafn tilbúinn á þessum tíma árs áður síðan ég átti Suzuki bifreið.
Hef verið að bæta svolítið á síðuna, aðallega upplýsingarpósta og eins skrif um jeppana mína og myndir, ætla svo að gera pistil bæði um Súkkuna sem ég átti og svo Fordinn sem ég átti, þarf eiginlega að gera það á frídegi það gæti orðið mikill pistill.
Hef verið að keyra Hiluxinn til og frá vinnu undanfarið, hann á það til að blikka vélarljósinu tengt inngjöfinni, kannski eitthvað tengt Throttle Position Sensor sem var villa nr 41. þegar ég las af tölvunni í honum (ætla að skrifa upplýsingapistil um þá aðgerð einnig)
En naglarnir svínvirka, enginn hávaði per sé en gripið ofboðslegt.. Að framan, á eftir að negla að aftan, en keypti 1000 nagla í viðbót á 7000 kall!
Og það er að negla!
Ég var að bæta við upplýsingum á síðuna, og slóðum á útlenska build þræði undir (english)
Í dag prófaði ég í fyrsta skipti að nota pickup eins og til er ætlast, flutti uþb. 600kg af járni á pallinum og hann bar það vel, og fjaðraði fínt. Kraftaði sæmilega, fann satt að segja engan mun á því, en fannst hann þó örlítið lakari á bremsum.