Monthly Archives: November 2017

Nú er það kúplingin

Allt frá því ég ók bílnum fyrst fann ég að kúplingin var furðuleg, bæði stíf og ógreinileg svona líkt og loft væri á henni, en svo var ekki

 

Reif þetta í sundur í gærkvöldi og sé þá að þetta er líklega upprunalega kúplingin í bílnum, merkt Aisin sem eru original toyota merki. Verkið tók um 2 klst á gryfju var í svolitlu basli með bolta bæði fyrir startarann og fyrir þverbitann undir gírkassanum þetta er allt frekar gamalt og lúið en losnaði fyrir rest!

Kassinn kominn aðeins frá

Verið að safna kjark fyrir verkið

Slítilegan alveg þurr og hljómar illa, kúplingsarmurinn mjög slitinn komnar sprungur í gegn þar sem þolinmóðskúlurnar liggja

Gott að hafa gryfju í svona brasi

Diskurinn alveg búinn og gormarnir skrölta lausir, brunablettir á yfirborði pressunnar

Mælir fyrir auka olíutankinn

Var að brasa í þessu seinnipartinn í dag, svolítið bras að gera þessi göt án þess að fá mikið svarf ofaní tankinn notaði þrýstiloft og svolítið af legufeiti náði lang mestu upp úr en eitthvað fór niður sem ég næ ekki almennilega að skola, þetta er eina gatið á tankinum hugsaði út í að búa til stærra gat og setja lok en nenni því ekki núna amk.

Set frekar síu á lögnina framanvið tankadæluna hún ætti að stöðva svarfið ef eitthvað er eftir.

Gerði gatið með þrepabor og hin með litlum bor, set svo bodý skrúfur í álið það er 2.5mm þykkt og skrúfa grípur vel í það

Verið að fínstilla afstöðuna á flotinu náði þessu nokkuð nákvæmu

Allt klárt!

Haustverkin hafa beðið!

Hraunið er búið að vera undirlagt undanfarið af drasli, um öll gólf, margt hefur setið á hakanum, t.d. var ferðavagninn úti í snjónum og geymirinn orðinn tómur og allt í volæði. Smellti honum inn og þurrkaði vel og pakkaði saman, lagði á hliðina og setti á hjólabretti(fást í Bauhaus ódýrt) og rúllaði honum flötum upp að veggnum. Tekur ekkert pláss!

 

Nóg framundan!

Skrapp aðeins á Hraunið í kvöld, nú er staðan nærri orðin þannig að maður fær verkkvíða að mæta þangað, svo margt er eftir! Þó hef ég aldrei verið jafn tilbúinn á þessum tíma árs áður síðan ég átti Suzuki bifreið.

Boostmælir Olíu hitamælir og Afgass hitamælir

Olíu þrýstimælir(nota þennan líklega ekki, skipti honum út fyrir eldsneytismæli á aukatank) Vatnshitamælir (nota hann heldur sennilega ekki) og Voltmælir fínt að hafa hann

 

Hér er þessi universal eldsneytismælir hann kostaði á AliExpress um 2000kr frí sending, lítur sannfærandi út!

Böðulskarfan! Þarna er ærið verk fyrir höndum, helst ber að nefna kúplingu og tímareim! En þó eru þarna ótal smáhlutir sem eftir eru, loftkerfið er alveg eftir og úrhleypibúnaðurinn er á leiðinni erlendis frá!

 

 

Nýtt á síðunni

Hef verið að bæta svolítið á síðuna, aðallega upplýsingarpósta og eins skrif um jeppana mína og myndir, ætla svo að gera pistil bæði um Súkkuna sem ég átti og svo Fordinn sem ég átti, þarf eiginlega að gera það á frídegi það gæti orðið mikill pistill.

 

Hef verið að keyra Hiluxinn til og frá vinnu undanfarið, hann á það til að blikka vélarljósinu tengt inngjöfinni, kannski eitthvað tengt Throttle Position Sensor sem var villa nr 41. þegar ég las af tölvunni í honum (ætla að skrifa upplýsingapistil um þá aðgerð einnig)

En naglarnir svínvirka, enginn hávaði per sé en gripið ofboðslegt.. Að framan, á eftir að negla að aftan, en keypti 1000 nagla í viðbót á 7000 kall!

Það er bara ein f* regla

Og það er að negla!

 

Byrjaði svona full grófur, fækkaði nöglunum um helming, en þeir eru góðir, ódýrir og auðvelt að koma þeim í, svo er bara spurning hvað þeir endast!! en þeir rífa vel í

Nýtt á síðunni

Ég var að bæta við upplýsingum á síðuna, og slóðum á útlenska build þræði undir (english)

 

Sjá Upplýsingaskjöl ofl.

 

Í dag prófaði ég í fyrsta skipti að nota pickup eins og til er ætlast, flutti uþb. 600kg af járni á pallinum og hann bar það vel, og fjaðraði fínt. Kraftaði sæmilega, fann satt að segja engan mun á því, en fannst hann þó örlítið lakari á bremsum.

 

Með fullfermi, ég hef verið spurður út í þetta fiskkar sem ég geymi járnaruslið í, og komst því að því að það er ekki leyfilegt að nota þau undir rusl. Staðreyndin er sú að ég hirti það úr ruslagámi hjá Hringrás fyrir uþb. ári síðan og hef notað það undir rusl, eins og það hafði greinilega verið notað af þeim sem skilaði því í Hringrás á sínum tíma, nú í dag skilaði ég því í Hringrás aftur þannig einhver annar getur tekið við! Hringrás!

Smáhlutir skipta líka máli!

Einhverjum sem þarna var áður, þótti nógu gott að tveir boltar af fimm héldu tankmótstöðunni fyrir eldsn. mæli, þetta grét aðeins en míglak þó ekki, bara passleg ryðvörn, ég ákvað hinsvegar að ná boltabrotunum úr og setti nýja mótstöðu

Fann smá meira krabbamein í grindinni, laga þetta seinna

Þessi eldsneytissía var gömul fyrir fimm árum held ég…

Nýtt pickup rör og mótstaða í eldsn. tank

Kíkti með kaggan út í snjóinn

Farinn að taka sig ágætlega út blessaður