Monthly Archives: November 2018

Smá viðhald fyrir veturinn

Ég hef lítið notað jeppann síðan í ferðalögum í sumar, þar stóð hann sig með stakri prýði. Nú er hinsvegar að koma vetur og þá þarf að gera klárt svo hann verði nú til friðs í óbyggðum!

Sílsinn var byrjaður að losna, slípaði hann upp og heilsauð, á eftir að mála í réttum lit.
Alternator var farinn að suða og var lélegur, keypti nýjan frá Bretlandi.
Nýji alternatorinn er mjög flottur, ég skipti um öll rafmagnstengi líka því þau voru brunnin og léleg.
Hér má sjá hvernig ástandið á tengingunum var orðið, obbb bójj!
Hér er svo komin ný kúpling á kæliviftu vélarinnar!