Við feðgar brunuðum endilangann Langjökul á Sumardaginn fyrsta!
Category Archives: Ferðalög
Jeppaferð í Dalakofann
Við skruppum saman nokkrir félagar í Dalakofann
Skreppur að Langjökli
Lókur í laug 2019
Veturinn kom loks! Það snjóaði aðeins í vikunni, en ég hef ekki farið á hálendið, annnað en í Landmannalaugar fyrstu viku janúar. Líkt og sl. 10 ár.
Það var ekkert öðruvísi þetta ár, annað en að enginn snjór var að ráði, aðallega krapapollar og klakapollar og engin leið að feta inn úr nema eftir vegum líkt og um sumar.
Tveir vinir mínir frá Bretlandi komu með, við kynntumst um 2004 þegar við spiluðum saman tölvubílaleik gegnum internetið. Ótrúlega lítill heimur og skemmtilegur!
Annar þeirra er sá sami og hitti mig sl. sumar.
Nokkrar myndir frá Sóley
Come sail away!
Hópurinn við Landmannahelli, það var auðvelt að aka upp Dómadalsháls vegna snjóleysis
Bretarnir hrifnir af Íslensku lambi
Komin að Sigöldu
Syðra fjallabak 8.18
Við Sóley ókum Syðra fjallabak fram og tilbaka sl. helgi, í fyrsta skipti að sumarlagi.
Síðan koma myndir frá Sóley!
Kerlingarfjöll – Setur ofl.
Við Sóley skruppum með vagninn í Kerlingarfjöll og fórum svo suður með Hofsjökli og innað Setrinu og skoðuðum umhverfið þar í sumarbúningi í fyrsta skipti.
Hamingjurallý á Hólmavík
Ég skrapp vestur á Hólmavík á hilux með fellihýsi í eftirdragi, hann hafði það þokkalega blessaður en fór hægt upp þröskulda og bröttubrekku, kælivatnshiti steig aðeins en féll um leið og miðstöð var notuð á heitum blæstri, ljóst þykir því að kæligeta nýja vatnskassans er ekki næg!
Aldrei fór ég vestur!
Við Sóley vorum ákveðin í að fara vestur á Ísafjörð á tónleikahátíðina Aldrei fór ég suður!
Búin að útvega okkur gistingu á Súganda og allt… en félagarnir brugðust, við nenntum ekki að fara ein. Þannig við ákváðum að slá til jeppaferðar, en félagarnir brugðust þar aftur, þá var fátt að gera en að slást í för með öðrum félagahóp og fór það svo að við, og pabbi og Einar Sólonsson og Steinþór á Trooper lögðum í reisu til Seturs.
Hér er eitthvað af myndum frá ferðinni
Eyjafjallajökulsskeppur
Smá skreppur í bakgarðinum
Skruppum félagar á langjökul og snerum við vegna slæms skyggnis fórum svo hratt yfir skjaldbreiður og til byggða, skemmtilegur skreppur á harðfenni, fólksbílsfæri, reyndi mikið á fjöðrunarbúnað bílanna og stóð hilux sig prýðilega…