Category Archives: Ferðalög

Þegar ég ferðast þá nota ég þennan flokk, þó er ég með annan flokk fyrir Jeppaferðir

Sumardagur fyrsti á Langjökli!

Við feðgar brunuðum endilangann Langjökul á Sumardaginn fyrsta!

Feðgar á fjöllum
Það bættust býsna margir í hópinn
Flott veður, gott útsýni við Fjallkirkju
Þursaborg
Gott að hafa sprungukort til viðmiðunar
Geggjaðir sólstafir í Borgarfirði

Jeppaferð í Dalakofann

Við skruppum saman nokkrir félagar í Dalakofann

Við Olís Rauðavatni
Bíll Arnars Kára
Bíll minn og gamli Einars
Stefán Dal ekur gamla Einars
Frábært ferðaveður
Allir í góðu stuði
Skemmtilegt en krefjandi færi
Brynjar að pústa
Lang flottastur!
Stebbi dal þrælar Lúxanum
Færið þyngist eftir því sem ofar dregur
Komin að Dalakofanum
Hersingin búin að stilla sér upp við kofann
Steikin komin í ofninn
og mjöðurinn í kroppinn
Um nóttina gerði kára og gerði okkur erfitt fyrir á heimleið
Allt í skrúfunni
Þingeyingur lánar loft
Komin á þurrt

Skreppur að Langjökli

J00gTFGn_o.jpg
Flottur vetrardagur, nægur snjór og heiðskíra
YfdXlQfl_o.jpg
Við vörðu á Kaldadal,
GtrF6EVY_o.jpg
Gaman að sjá súkkur á fjöllum
T6kSFdjK_o.jpg
súkka stökk og brotnaði í lendingu
fjCptNf5_o.jpg
Ég hjakkaði og hjakkaði og svo kom brestur, þá var bara 4×3… gott að hafa driflæsingu þarna!
wzuS2VH9_o.jpg
Fórum niður í borgarfjörð án þess að fara á jökulinn! Klukkan var orðin of margt
6Ja24GVb_o.jpg

Lókur í laug 2019

Veturinn kom loks! Það snjóaði aðeins í vikunni, en ég hef ekki farið á hálendið, annnað en í Landmannalaugar fyrstu viku janúar. Líkt og sl. 10 ár.

Það var ekkert öðruvísi þetta ár, annað en að enginn snjór var að ráði, aðallega krapapollar og klakapollar og engin leið að feta inn úr nema eftir vegum líkt og um sumar.

Tveir vinir mínir frá Bretlandi komu með, við kynntumst um 2004 þegar við spiluðum saman tölvubílaleik gegnum internetið. Ótrúlega lítill heimur og skemmtilegur!

Annar þeirra er sá sami og hitti mig sl. sumar.

Nokkrar myndir frá Sóley

bTf7Jfto_o.jpg
Við félagar við skálann í Landmannalaugum, kominn í baukana.
lizqJFi6_o.jpg
G7 Offroad Team


XvsNOq7w_o.jpg
Þennan fína útbúnað fékk ég í jólagjöf frá Sóley


JAm7igYX_o.jpg
2 eins


2JTQlasm_o.jpg
Strand


3Gjsm9fe_o.jpg


qEzJXLK1_o.jpg


Om7xpRFh_o.jpg

Come sail away!

bsxw9PgF_o.jpg
snjólaust við Landmannalaugar í janúar


sYpZXbBl_o.jpg
Ekið eftir veginum á Landmannaleið


TRkopAcK_o.jpg
Víða var vatn upp á hurðir á 38″ bíl og djúpt niður á veg gegnum hraunið


A3vm9G3K_o.jpg

Hópurinn við Landmannahelli, það var auðvelt að aka upp Dómadalsháls vegna snjóleysis

1JmD9ggI_o.jpg

Bretarnir hrifnir af Íslensku lambi

KuijsYxz_o.jpg

Komin að Sigöldu

xuwtOErm_o.jpg
Þröngt mega sáttir sitja, í Hilux.


Syðra fjallabak 8.18

Við Sóley ókum Syðra fjallabak fram og tilbaka sl. helgi, í fyrsta skipti að sumarlagi.

Síðan koma myndir frá Sóley!

Kerlingarfjöll – Setur ofl.

Við Sóley skruppum með vagninn í Kerlingarfjöll og fórum svo suður með Hofsjökli og innað Setrinu og skoðuðum umhverfið þar í sumarbúningi í fyrsta skipti.

Hamingjurallý á Hólmavík

Ég skrapp vestur á Hólmavík á hilux með fellihýsi í eftirdragi, hann hafði það þokkalega blessaður en fór hægt upp þröskulda og bröttubrekku, kælivatnshiti steig aðeins en féll um leið og miðstöð var notuð á heitum blæstri, ljóst þykir því að kæligeta nýja vatnskassans er ekki næg!

Á Hólmavík var mikið fjör, og mikið aksjón í Rallkappakstri sem ég fylgdist með

Aldrei fór ég vestur!

Við Sóley vorum ákveðin í að fara vestur á Ísafjörð á tónleikahátíðina Aldrei fór ég suður!

Búin að útvega okkur gistingu á Súganda og allt… en félagarnir brugðust, við nenntum ekki að fara ein. Þannig við ákváðum að slá til jeppaferðar, en félagarnir brugðust þar aftur, þá var fátt að gera en að slást í för með öðrum félagahóp og fór það svo að við, og pabbi og Einar Sólonsson og Steinþór á Trooper lögðum í reisu til Seturs.

 

Hér er eitthvað af myndum frá ferðinni

Mæting á föstudagsmorgni

Félagahópurinn, ég, Einar Sól, Steinþór á Chevy pickup og pabbi á 90cruser

Einar segir að við séum að fara ÞANGAÐ

Setrið, þar voru fyrir austfirðingar sem höfðu skroppið í Nautöldu og gegnum Blautukvíslargljúfur sem við áttum eftir að skoða!

Þórir á Hroll

Það var skammgóður vermir að hafa spilið framan á, fjöðrunin fékk að kenna á því á leiðinni inneftir svoleiðis að ég var fljótur að tjóðra spilið á pallinn á laugardeginum!

Setrið á laugardagsmorgni, leikdagur

Sólin kyssir fjalltoppana

Sóley er hörku fjallaökumaður.

Austfirðingar leiða okkur áleiðis að Kisugljúfrum, þeir héldu síðan áfram suðurfyrir Kerlingarfjöll og inn á Hveravelli

Kisugljúfur, þarna hlýtur að vera tilkomumikið að koma að sumri til!

Tilkomumikið bjarg, líklega á annað hundrað metrar.

Svo fórum við norður fyrir setur og í Blautukvíslargljúfur, þar er ekki alltaf bílfært en gekk vel núna.

Í Blautukvíslargljúfri

Í pottinum við Nautöldu

Uppsprettan við pottinn

Við Bólstað, og vað á Þjórsá við Sóleyjarhöfða

Selfy við íhleypingar, menn voru ýmist með úrhleypibúnað eða ekki en enginn þurfti að bíða eftir neinum, gamla lagið virkar líka alveg, allavega hef ég ekki nennt að setja úrhleypibúnað þó ég eigi hann til.

Gamli kláfurinn yfir Tungnaá við Búðarháls.

Kominn í bæinn á skítugum bíl…

Dælan í aukatankinum hætti að virka

Leikdagur

Krómið speglar

Hrollur leiðir

Veðrið var frábært, sólarvörn nauðsynleg.

.

Flottur trooper sem er í raun amerískur pickupp

Blautukvíslargljúfur

Ekið yfir snjóflóð í Blautukvíslargljúfri

Heit uppspretta við Nautöldu

Merkilegur hluti af ferðasögu íslands, þessi kláfur yfir Tungnaá

.

Þrátt fyrir háan aldur og staðsetningu á hálendinu er ástand kláfsins, og grindarinnar ótrúlega gott.

Snów foam cannón

Ekki lengi skítugur

Þessa bjó ég til fyrir félaga mína á Hilux Pickup Offroad Club en hún nýtist hér engu síður, jökullinn sem sést er Hofsjökull sunnanverður og norður snýr upp.

 

Eyjafjallajökulsskeppur

Við skruppum félagar á Eyjafjallajökul í góða veðrinu, og færinu, þó var þörf að hafa varann á vegna hálku, en ef menn höfðu nagla og góða fjöðrun mátti halda góðri ferð.

 

Hnúkurinn gnæfir

Fararskjótarnir þrír

Nálgumst óðum

Komnir upp á Hamragarðaheiði, tímabært að sleppa lofti

Flennifæri, 40-60kmh færi ef menn voru vel búnir fyrir hálku og með þokkalega fjöðrun

Undirritaður á toppnum

Hittum fyrir menn, bíla, hjól og alls konar.

Sit hér í tjaldstól og borða sómasamloku í 1550m yfir sjávarmáli, hvað gerðir þú í dag?

Séð niður ofanaf Goðasteini

Hissa á þessu Selfy dæmi

Brynjar horfir yfir fljótshlíðina

Sér vel út til Vestmannaeyja

Binna bíll og minn undir Goðasteini

Eyjafjallajökull í víðmynd

Skemmtileg mynd

Skemmtileg mynd úr meiri fjarlægð

Þessi ruslaðist upp á heilsársdekkjunum, lítið mál

Bratt niður, og mikil hálka

Svell á kafla

Fallegt útsýni yfir Vestmannaeyjar

Komnir niður og verið að pumpa í dekk ofl.

Hér er trakk, og trakk frá því við keyrðum inn fljótshlíð fyrir um mánuði, þá var meiri snjór!

Smá skreppur í bakgarðinum

Skruppum félagar á langjökul og snerum við vegna slæms skyggnis fórum svo hratt yfir skjaldbreiður og til byggða, skemmtilegur skreppur á harðfenni, fólksbílsfæri, reyndi mikið á fjöðrunarbúnað bílanna og stóð hilux sig prýðilega…

 

Eg og Einar Hermanns, duglegir að skreppa á hiluxum okkar

Lítill hilux í stórri náttúru, ferðahraðinn var mikill

60kmh +

Horft niður Skjaldbreiður, mikið svell, en slétt og gott hægt að svínkeyra

Við Slunkaríki

Bókstaflega á toppi Skjaldbreiðurs