Monthly Archives: May 2017

Pallinn af, takk!

Reif pallinn af, veit að þar er eitthvað af ryði, ætti þó að ganga nokkuð vel að laga það, allavega er starfs aðstaðan til fyrirmyndar, lagði pallinn á hvolf ofan á kar þannig það er í sæmilegri vinnuhæð.

Sóley unnusta mín mátaði Subaru sætin og sagðist líka þau vel!

 

Sætin ónýt, driflásmótor ónýtur!

Fékk ný(eldgömul) sæti úr ógeðslegum Subaru hjá félaga mínum, í skiptum fyrir eitthvað gamalt drasl sem ég átti

Sama meðferð, olíuhreinsir, háþrýstidæla og svo ilmbætt sápa, sætin urðu sem ný! Geri þó ráð fyrir að setja sætishlífar yfir þau fyrir vetrarferðir í það minnsta.

 

Sætin þrífast vel með þessari aðferð

Eins og ný

 

Ég þrjóskaðist mikið kringum driflæsingarmótorinn, hef nú úrskurðað hann látinn! Mun kaupa loft tjakk fyrir læsinguna!