Hamingjurallý á Hólmavík

Ég skrapp vestur á Hólmavík á hilux með fellihýsi í eftirdragi, hann hafði það þokkalega blessaður en fór hægt upp þröskulda og bröttubrekku, kælivatnshiti steig aðeins en féll um leið og miðstöð var notuð á heitum blæstri, ljóst þykir því að kæligeta nýja vatnskassans er ekki næg!

Á Hólmavík var mikið fjör, og mikið aksjón í Rallkappakstri sem ég fylgdist með

Vinna að hefjast í Monte Carlo

Bifreið þessi, sem er árgerð 1987 endaði í mínum höndum nærri því fyrir slysni. Hröð hugsun og skortur á ákvarðanatökufælni ollu því að ég ók bifreið þessari heim frá Reykjanesbæ og á Hraunið í gærkvöldi. Tókst ökuferð sú með miklum ágætum, en varð mér strax ljóst, jafnvel áður en að kaupin áttu sér stað, að mikil vinna væri framundan svo hægt væri að njóta þessa bíls.

 

 

Undir vélarhlífina er búið að setja 5.7 lítra vél líklega úr eldri pallbíl ef marka má eldgreinarnar og skv. seríalnúmeri er árgerðin 1977 350 cid.

Engum tíma eytt, fyrsta vinnukvöldið þá fór framendinn af

Þetta er furðu einfalt verk

Rólegur apríl

aprílmánuður hefur verið rólegur, ég hef aðeins verið að sinna vorverkum, lagaði aukatankdæluna í hiluxinum, og fékk fjarstýringu á dráttarspilið og tengdi svo það er allt farið að virka

 

tók ferðavagninn niður af veggnum og ákvað að ætla að hækka hann enn meir fyrir sumarið og setja stærri felgur, nú er hann bara á 12″ og blöðrudekkjum.

Snowfoam þvottur, vorhreingerning

 

 

Tekinn af 38″ dekkjum setti hann á 35″ blöðrur sem fylgdu honum þegar ég keypti bílinn, ég ætla að kaupa á hann 37″ nankang dekk fyrir sumarið

 

Fellihýsið hallar svolítið aftaní bílnum jafnvel á 35″ dekkjum þannig ég verð að hækka hann svolítið

 

Fellihýsið komið niður og opnað, nóg framundan að gera mygluhreinsun og síliconburður og þrif

 

 

 

Ég seldi galloper jeppann fyrir 30.000 kr

Aldrei fór ég vestur!

Við Sóley vorum ákveðin í að fara vestur á Ísafjörð á tónleikahátíðina Aldrei fór ég suður!

Búin að útvega okkur gistingu á Súganda og allt… en félagarnir brugðust, við nenntum ekki að fara ein. Þannig við ákváðum að slá til jeppaferðar, en félagarnir brugðust þar aftur, þá var fátt að gera en að slást í för með öðrum félagahóp og fór það svo að við, og pabbi og Einar Sólonsson og Steinþór á Trooper lögðum í reisu til Seturs.

 

Hér er eitthvað af myndum frá ferðinni

Mæting á föstudagsmorgni

Félagahópurinn, ég, Einar Sól, Steinþór á Chevy pickup og pabbi á 90cruser

Einar segir að við séum að fara ÞANGAÐ

Setrið, þar voru fyrir austfirðingar sem höfðu skroppið í Nautöldu og gegnum Blautukvíslargljúfur sem við áttum eftir að skoða!

Þórir á Hroll

Það var skammgóður vermir að hafa spilið framan á, fjöðrunin fékk að kenna á því á leiðinni inneftir svoleiðis að ég var fljótur að tjóðra spilið á pallinn á laugardeginum!

Setrið á laugardagsmorgni, leikdagur

Sólin kyssir fjalltoppana

Sóley er hörku fjallaökumaður.

Austfirðingar leiða okkur áleiðis að Kisugljúfrum, þeir héldu síðan áfram suðurfyrir Kerlingarfjöll og inn á Hveravelli

Kisugljúfur, þarna hlýtur að vera tilkomumikið að koma að sumri til!

Tilkomumikið bjarg, líklega á annað hundrað metrar.

Svo fórum við norður fyrir setur og í Blautukvíslargljúfur, þar er ekki alltaf bílfært en gekk vel núna.

Í Blautukvíslargljúfri

Í pottinum við Nautöldu

Uppsprettan við pottinn

Við Bólstað, og vað á Þjórsá við Sóleyjarhöfða

Selfy við íhleypingar, menn voru ýmist með úrhleypibúnað eða ekki en enginn þurfti að bíða eftir neinum, gamla lagið virkar líka alveg, allavega hef ég ekki nennt að setja úrhleypibúnað þó ég eigi hann til.

Gamli kláfurinn yfir Tungnaá við Búðarháls.

Kominn í bæinn á skítugum bíl…

Dælan í aukatankinum hætti að virka

Leikdagur

Krómið speglar

Hrollur leiðir

Veðrið var frábært, sólarvörn nauðsynleg.

.

Flottur trooper sem er í raun amerískur pickupp

Blautukvíslargljúfur

Ekið yfir snjóflóð í Blautukvíslargljúfri

Heit uppspretta við Nautöldu

Merkilegur hluti af ferðasögu íslands, þessi kláfur yfir Tungnaá

.

Þrátt fyrir háan aldur og staðsetningu á hálendinu er ástand kláfsins, og grindarinnar ótrúlega gott.

Snów foam cannón

Ekki lengi skítugur

Þessa bjó ég til fyrir félaga mína á Hilux Pickup Offroad Club en hún nýtist hér engu síður, jökullinn sem sést er Hofsjökull sunnanverður og norður snýr upp.

 

Eyjafjallajökulsskeppur

Við skruppum félagar á Eyjafjallajökul í góða veðrinu, og færinu, þó var þörf að hafa varann á vegna hálku, en ef menn höfðu nagla og góða fjöðrun mátti halda góðri ferð.

 

Hnúkurinn gnæfir

Fararskjótarnir þrír

Nálgumst óðum

Komnir upp á Hamragarðaheiði, tímabært að sleppa lofti

Flennifæri, 40-60kmh færi ef menn voru vel búnir fyrir hálku og með þokkalega fjöðrun

Undirritaður á toppnum

Hittum fyrir menn, bíla, hjól og alls konar.

Sit hér í tjaldstól og borða sómasamloku í 1550m yfir sjávarmáli, hvað gerðir þú í dag?

Séð niður ofanaf Goðasteini

Hissa á þessu Selfy dæmi

Brynjar horfir yfir fljótshlíðina

Sér vel út til Vestmannaeyja

Binna bíll og minn undir Goðasteini

Eyjafjallajökull í víðmynd

Skemmtileg mynd

Skemmtileg mynd úr meiri fjarlægð

Þessi ruslaðist upp á heilsársdekkjunum, lítið mál

Bratt niður, og mikil hálka

Svell á kafla

Fallegt útsýni yfir Vestmannaeyjar

Komnir niður og verið að pumpa í dekk ofl.

Hér er trakk, og trakk frá því við keyrðum inn fljótshlíð fyrir um mánuði, þá var meiri snjór!

Betri kæling

Hiluxinn var aðeins að hita sig í mestu brekkunum í mesta hamaganginum, fékk vatnskassa heim frá þýskalandi fyrir 18.000 kr samskonar og orginal. Tel ekki þörf á öðru allavega í bráð, hinn er líklega orðinn vel stíflaður.

 

einn 18 ára og einn nýr, sá gamli er fullur af tjöru og viðbjóð þannig ekki er víst að mikill vindur komist gegnum kæliraufarnar, allavega voru stóð svæði þar sem vasaljós lýsti ekki týru í gegn.

Þessi slanga er affall af olíu á vacúm dælu, vonandi seinasti olíulekinn á þessum mótor.

Kippti framstæðunni af í heilu, þarf að laga aðeins götin þar sem intercooler lagnir koma gegn, byrjaðar að myndast sprungur vegna kvassra horna í skurðinum. Þríf svo og mála.

Smá skreppur í bakgarðinum

Skruppum félagar á langjökul og snerum við vegna slæms skyggnis fórum svo hratt yfir skjaldbreiður og til byggða, skemmtilegur skreppur á harðfenni, fólksbílsfæri, reyndi mikið á fjöðrunarbúnað bílanna og stóð hilux sig prýðilega…

 

Eg og Einar Hermanns, duglegir að skreppa á hiluxum okkar

Lítill hilux í stórri náttúru, ferðahraðinn var mikill

60kmh +

Horft niður Skjaldbreiður, mikið svell, en slétt og gott hægt að svínkeyra

Við Slunkaríki

Bókstaflega á toppi Skjaldbreiðurs

Ferð áleiðis í Strút, tilraun 1

Um liðna helgi héldum við félagar á ellefu bílum upp Fljótshlíð og upp Emstruleið og ætluðum inn á fjallabak og þangað inn að Strút. Ferðin fór ekki alveg eins og til var ætlast vegna erfiðrar færðar og krapa sem við lentum í við Gilsá í Fljótshlíð og tafði okkur mikið.

Á Hvolsvelli

Sóley orðin rétt merkt

Óvissa með veðrið

Pikkfastur hilux og þrælöflug Súkka

Enn öflugri súkka

Hnúkurinn gnæfir, Eyjafjallajökull

Tjöruþvotturinn

Búinn að malbika

Arngrímur kennir myndatökustellingar

Sullað í ám

Vetrarfegurð

Frábært landslag

Allt á kafi í snjó, bara gaman

Við Þórólfsfell um hádegi

Frábær akstursleið skemmtileg ísskúlptúr í klettunum

Við Gilsá

Nokkrir smálækir, þessi var opinn

Gilsá rann í mörgum flæðum, framhjá ræsum sem notuð eru á sumrin, það gekk ekki að aka eftir veginum þarna enda mjög djúpt fram af þar sem ræsin hafa verið sett

Hér sjást ræsin og stöðuvatnið sem myndast hefur upp a þeim og allt í kring

Gekk ekki alveg, þarna höfðu léttari bílar sloppið yfir fyrr

Komst eilítið lengra í annari tilraun en þá fóru bæði hjól niður

Skurðurinn er rúmlega mannhæðardjúpur, eins gott að bæði framhjól fóru ekki niður gegn segi ég bara! 🙂

Meinlaus hola eftir annað framhjólið

Þá er bara að moka!

Upp hefst hann í nokkrum kippum

Brynjar sultu slakur og Súkka á hliðinni ofaní krapa!

Hilux einars á hlið í krapa

Spilið góða sem virkaði svo ekki!

Skurður einars

Súkkan að losna, töluvert tjónuð

Komin uppúr, vélin tók inn vatn en varð ekki meint af, dugði að ræsa út af henni með því að losa glóðarkerti og setja svo í gang

Fann mér skurð

og einar fór fram af honum við að draga mig þegar spottinn hrökk af beislinu hjá honum

Þyngja farþegahliðina, sterk stigbretti!

Myndarlegur skurður

Allir lausir úr krapanum, klukkan orðin fjögur, drífa sig áfram!

Rebbaspor?

Komin að Tröllagjá

Tröllagjá

Ísihlaðnir klettar

Bólstaður

Sumir grilla Hammara!

Brauðin velgd á kertum

Notaleg stemmmning

Á bakaleið, í Tröllagjá

Á leið upp brattann úr Tröllagjá, svarta strikið í snjónum er sót úr pústinu á Hilux 🙂

Næstur var 90 crúiser, hér sést hallinn nokkuð vel, c.a. 30-40° á að giska

Að toga Wrangler upp

Þá fór að blása og orðið blint

Halarófa gegnum krapasvæðið sem við lentum í deginum áður, í þetta sinn þrömmuðum við þarna yfir án þess að bleyta hjól, menn gengu undan bílunum með járnkalla og könnuðu undirlagið vel. Þetta borgaði sig!

Allir í beina röð

Alveg að komast á þurrt

Tveir stórir klumpar

Smá löskuð súkka eftir krapann

Takið eftir keðjunni, hún slagar í 25-30° undan vindi!

Komin á veg!

Feitletrað er ekin leið