Monthly Archives: August 2017

Dagur 4 á spáni

Dagur 4 á spáni, fimmtudagur

Í morgun vöknuðum við frekar seint um kl 10 og hættum við jet ski ferðina að eyjunni Tabarca, sennilega gerum við það um helgina eða eftir helgi. Þá vorum við alls óákveðin hvað við myndum gera í dag svo ég googlaði bara beautiful mountain vilage near alicante og upp kom nafnið Gouladest, Goudalest er djúpur og langur dalur vestur inn af strönd Benidorm og þar er sko margt að sjá, dagurinn entist okkur ekki að skoða alla króka og kima þar, en við stoppuðum víða og sáum og upplifðum margt. Vorum komin að Castillo de San José de Guadalest um hádegi, þá var veðrið líka orðið frábært, en við fengum slatta af dropum á bílinn á leiðinni þangað. Við skoðuðum okkur um kringum kastalann og í þessu fallega þorpi í um 2 klukkustundir og skoðuðum meðal annars safn með alls kyns munum um pyntingar á öldum áður, alls staðar frá úr heiminum. Þarna voru líka fleiri söfn og mikið af souvenir búðum og greinilegt að túrisminn gerir það gott þarna, svo við komum okkur þaðan eftir smá síðdegismat (paste de’ carbonara) og keyrðum hlykkjottan og skemmtilegan veg alla leið niður í botn dalsins, þar var stífla og stöðulón fyrir vatnsaflsvirkjun frá 1968, ansi vígalegt mannvirki kannski á við kvart af kárahnjúkavirkjun. Þaðan ókum við sveitavegi fram hjá mörgum búgörðum og ávaxtagörðum, framhjá umferðarslysi þar sem bíll hafði ekið utan í brúarstólpa og þveraði nánast veginn, með aðstoð spænsku vegalögreglunnar tókst okkur að troðast framhjá með c.a. 5cm bili báðum megin við bílinn, svo áfram í átt að strandbænum Altea og skoðuðum höfnina þar og ókum strandlengjuna, þar er stórgrýtt við baðströndina en hun virðist vinsæl engu að síður meðal ferðamanna. Á leið okkar út úr Altea bæ sáum við stóran auglýsingarborða með “American Monster Truck Show” og eftir athugun kom í ljós að þeir eru með sýningu annaðkvöld kl 21, þannig meiningin er að fara á morgun í@aqualand í Benidorm og enda daginn svo þarna má monster truck shówi! Eftir það geri ég rað fyrir að við þurfum að finna okkur bensínstöð og þrífa bílinn því nú er hætt að rigna og bíllinn haugskítugur eftir hana.

Smá ferðalag óplanað

gps trakk dagsins margar upplifanir ákváðum að fresta benidorm förinni og fara frekar í safari garð nærri Elche og svo gegnum Santa Pola og suður til Torrevieja og þaðan aftur til alicante komin í íbúðina um kl 22. þessi dagur var alveg óskipulagður en heppnaðist frábærlega, á morgun ætlum við að athuga hvort við komumst í 2 klst jet ski siglingu að eyjunni tabarca suðaustur af strönd santa pola, en við færum úr höfn í alicante, mikið ferðalag ef við fáum leyfi. það var ekki leyft í dag vegna veðurspár

 

Ferða update

Í gær var annar dagur okkar á spáni, við höfðum svo sem ekki mikil plön annað en að fara í Castillo De Santa Barbara Alicante og skoða svo ströndina og synda í sjónum við Playa Del Postiguet, Alicante. Þegar út að bíl var komið sáum við strax að það var ekki að fara að gerast í bráð, bíllinn var ekki þar sem ég hafði lagt honum kvöldið áður. Aldrei datt mér í hug að honum hefði verið stolið, heldur frekar að hann hefði verið dreginn, vegna þess að við vorum hreinlega ekki viss hvar og hvernig mætti leggja, þó sáum við að bíl hafði verið lagt þarna skömmu áður svo við gripum það stæði, í ljós kom eftir útskýringu sem við fengum að þarna mætti bara leggja milli miðnættis og 08 að morgni, en þetta er eingöngu merkt á máli heimamanna svo ekki von nema svona mistök verði, og kannski ekki skrítið því hverfið sem við erum í er greinilega ekki neitt ferðamannapleis, sem er bara frábært í okkar huga!
Allavega, eftir nokkur símtöl við hálfenskmælandi þjónustufulltrúa hjá bílaleigunni fáum við þau skilaboð að bíllinn sé líklega hjá Imponderede de policia monipulet eða eitthvað svoleiðis, en þau höfðu ekki tíma til að hringja fyrir okkur og athuga málið þannig best væri að við tækjum bara taxa þangað og athuguðum það sjálf, mikið er ég feginn að við gerðum það ekki, því ég hringdi þangað og fékk að tala við fjora mismunandi aðila og enginn þeirra talaði ensku og allir sögðu bara sama þreytta frasann á spænsku sem þýddi sjálfsagt heimski hvítingi eða eitthvað svoleiðis. Þá var fátt eftir í handraðanum en að ræða við leigusalann okkar hann Sergio, hann hringdi fyrir okkur og fékk staðfest að bíllinn væri þarna, og við gætum leyst hann út strax gegn greiðslu sektar og dráttarkostnaðar samtals 151 evra, og meira til, Sergio gat komið eftir 10 mínútur og ekið okkur á staðinn, og túlkað fyrir okkur, algjör life saver, án hans hefðum við aldrei fengið bílinn aftur um það er ég alveg viss!
Það er líklega rétt að minnast á það að við vöknuðum um 9, uppgötvuðum að bíllinn var horfinn um kl 10, við vorum komin með bílinn aftur um kl 12 á hádegi. Þvílík hending að þetta gangi svona hratt ég sá fyrir mér allann daginn fara í þetta bras! En fyrst svona vel gekk þá var bara að bruna á bílnum og skoða kastalann, þar vorum við uþb. hálfan dag og restina vorum við á ströndinni, rétt eins og við ætluðum okkur, þannig þetta klúður með bílinn skemmdi ekkert fyrir og eftir á að hyggja var þetta bara skemmtileg lífsreynsla! eftir allt þetta komum við upp á íbúð um kl 8 og ætluðum snemma að sofa, settum míni pitsur í ofn og átum. Enduðum svo á að sofna ekki fyrr en mjög seint vegna þess hve við heilluðums af rigningunni og þrumum og eldingum, þvílíkt shjów!  næsta dag ætluðum við til Benidorm en vorum óviss vegna veðurs, þangað væri líklega skemmtilegra að fara síðar í bjartara veðri. en meira um morgundaginn, miðvikudag, í næsta pistli

Ferðaupdate 2

Dagur 1 á spáni var fínn, gærdagurinn. Við fórum á rúntinn og villtumst eitthvað viljandi, og höfðum gott af, ég tel mig hafa náð áttum hérna nú þegar. Allavega komumst við örugglega í shopping mall (Plaza de’ Mar) og keyptum nauðsynjar, og fleira. Meðal annars var það sumarfrísklæðnaður á mig, slíkan klæðnað tel ég mig aldrei hafa átt fyrr, í það minnsta fundum við á mig sandalaskófatnað og sumarbrækur og þunna sokka. Allt á góðu verði að sjálfsögðu. Þvi næst villtumst við fram og til baka og enduðum á að finna bílastæði við strandlengju Playa de’ Sa Juan og röltum þar við sjóinn og settum skrefamet á skrefateljarann, 25960 sást á mínum teljara í lok dags, sló metið frá því á strikinu í kaupæðinu haustið 2015 í kaupmannahöfn. Fyrra metið var um 23000 skref. Eftir allt þetta rölt var komið rúmlega hádegi og fínt að finna sér eithvað að borða, fátt var í boði við ströndina annað en burger king og mcdonald og heillaði það takmarkað, því fundum við stað sem hét einhverju spánsku nafni og var sæmilega “heimilislegur”. Bauð þar fullorðinn maður með sígarettu í kjaftinum Normal Food For You, þrátt fyrir að hvorugt okkar skildi orð í hvorum öðrum enduðum við sóley með forrétt sem voru steiktar kartöflur og spælt egg, og aðalrétt sem var steiktur kjuklingur og spælt egg. Kannski hafði málleysið eitthvað með þetta að gera… en þetta var ágætur matur og gott magafylli. Eftir þetta át allt saman otaði maðurinn að okkur að ís væri í eftirrétt og var hann eiginlega hinn hneykslaðasti þegar við höfnuðum því boði, því þetta var “includiero!” sem sennilega þýðir innifalið í verðinu… eða í boði hússins annað hvort…
Allavega eftir að við sluppum þarna út fórum við í ávaxtabar sem var við hornið á sama stað, og keyptum okkur vínber og plómur. Eftir þetta fundum við bílinn aftur og fórum aftur í okkar bæjarfélag og röltum um markaði og meðfram smábátahöfninni, loks fengum við kvöldmat á @tarantino pizzeria sem er staður tileinkaður Quentin Tarantino, þar fengum við ágætar pitsur ekkert meira en það. Eftir þetta gengum við ströndina hér við miðbæ Alicante og enduðum svo upp við ibúð um kl 23. Eftir uþb. klukkustundar leit að bílastæði í nágrenni. Það sem við tókum ekki eftir þegar við lögðum, og þó okkur hafi grunað að þarna mætti kannsi ekki leggja var þolinmæðin á þrotum og ég ákvað að leggja bílnum þarna. En það varð okkur dýrkeypt því það sem við vissum ekki var að þarna mátti bara leggja bílum milli kl 23 og 08, og við sváfum til rúmlega 9. Þá var bíllinn farinn… meira um það í næsta pistli!

Sævar Örn

August 29, 2017

Smá ferða update nr 1, lentum hér skömmu eftir miðnætti á aðfaranótt mánudags, okkur gekk vel að fá bílaleigubílinn og mesta furða hversu vel gekk að keyra frá flugvellinum og í alicante bæ og að finna íbúðina okkar sem er í götu sem er varla fær gangandi hún er svo þröng og brött og hlykkjótt. Allt í svarta myrkri, eigandi íbúðarinnar, Sergio var okkur vel innan handar og beið í íbúðinni þar til við komum svo seint, hann passaði meira að segja bílastæði fyrir okkur hér beint fyrir utan sem átti eftir að koma okkur í vandræði daginn eftir, en meira um það í næsta póst, íbúðin er frábær, hér er öflugt loftkælikerfi og ekki veitir af, sergio hefur sennilega talið að Íslendingar vilji hafa almennilegan kulda því jafnvel ég, og mér er aldrei kalt, stillti græjuna á 22 stig í stað 16 sem hún var forstillt á.

Sævar Örn

August 29, 2017

Dagur 2 byrjar vel, bíllinn okkar var dreginn, lagði honum ólöglega í nótt.. #fail

Alicante á Spáni!

Á Spáni er gott að vera!

 

29c og stillt þessu gæti maður bara vanist, fékk finann bilaleigubíl ætlaði að fá transporter en er bara feginn með þennan smábíl miðað við þrengslin hérna

Sóley skolar tærnar á einhverri strönd

Bíllinn okkar, 05/17 VW Golf TDi

 

Rífa í tætlur!

Fæ mann í sílsa viðgerðir meðan ég sit í sólinni á Spáni! Frábært

 

Sleit af honum stigbretti, aurhlífar, bretti og hjólhlífar