Dagur 4 á spáni, fimmtudagur
Í morgun vöknuðum við frekar seint um kl 10 og hættum við jet ski ferðina að eyjunni Tabarca, sennilega gerum við það um helgina eða eftir helgi. Þá vorum við alls óákveðin hvað við myndum gera í dag svo ég googlaði bara beautiful mountain vilage near alicante og upp kom nafnið Gouladest, Goudalest er djúpur og langur dalur vestur inn af strönd Benidorm og þar er sko margt að sjá, dagurinn entist okkur ekki að skoða alla króka og kima þar, en við stoppuðum víða og sáum og upplifðum margt. Vorum komin að Castillo de San José de Guadalest um hádegi, þá var veðrið líka orðið frábært, en við fengum slatta af dropum á bílinn á leiðinni þangað. Við skoðuðum okkur um kringum kastalann og í þessu fallega þorpi í um 2 klukkustundir og skoðuðum meðal annars safn með alls kyns munum um pyntingar á öldum áður, alls staðar frá úr heiminum. Þarna voru líka fleiri söfn og mikið af souvenir búðum og greinilegt að túrisminn gerir það gott þarna, svo við komum okkur þaðan eftir smá síðdegismat (paste de’ carbonara) og keyrðum hlykkjottan og skemmtilegan veg alla leið niður í botn dalsins, þar var stífla og stöðulón fyrir vatnsaflsvirkjun frá 1968, ansi vígalegt mannvirki kannski á við kvart af kárahnjúkavirkjun. Þaðan ókum við sveitavegi fram hjá mörgum búgörðum og ávaxtagörðum, framhjá umferðarslysi þar sem bíll hafði ekið utan í brúarstólpa og þveraði nánast veginn, með aðstoð spænsku vegalögreglunnar tókst okkur að troðast framhjá með c.a. 5cm bili báðum megin við bílinn, svo áfram í átt að strandbænum Altea og skoðuðum höfnina þar og ókum strandlengjuna, þar er stórgrýtt við baðströndina en hun virðist vinsæl engu að síður meðal ferðamanna. Á leið okkar út úr Altea bæ sáum við stóran auglýsingarborða með “American Monster Truck Show” og eftir athugun kom í ljós að þeir eru með sýningu annaðkvöld kl 21, þannig meiningin er að fara á morgun í@aqualand í Benidorm og enda daginn svo þarna má monster truck shówi! Eftir það geri ég rað fyrir að við þurfum að finna okkur bensínstöð og þrífa bílinn því nú er hætt að rigna og bíllinn haugskítugur eftir hana.