https://www.facebook.com/sabilagar/videos/10156764347227907/
Monthly Archives: September 2017
Vélarljós og airbag ljós
Laga hásinguna að aftan
Sílsar komnir
Smá bras eftir spánarferð
Sævar Örn
September 14, 2017
Kominn heim eftir spánarferð
Þá er bara að fara að smíða!
Fljótandi maðurinn
https://www.facebook.com/sabilagar/videos/10156682366522907/
Dagur 9 á spáni
Í dag er 9 dagur á spáni, við erum farin að spássera um hér eins og heimamenn eða hérumbil. Allavega er ég farinn að aka hér að mestu leiti án korts, og við erum búin að uppgötva öll bestu bílastæðahúsin ofl ofl. maður gæti bara vanist því að vera hérna.
Í morgun vöknuðum við tiltölulega snemma miðað við að vera í fríi, fórum niður á höfn og hittum Alain Jetdream Alain og fengum hjá honum jet ski ferðalag að eyjunni Tabarca, uþb. 2klst leiðangur. Ég sigldi alla leið á eyjuna þar sem okkur var boðin hressing sem ekki veitti af enda rífur það hressilega í að sigla svona græju, sennilega ekki ólíkt því að sitja hest.
Sóley varð svo skipstjóri hluta af bakleiðinni en ákvað fljótt að þetta væri ekki hennar, svo við skiptum, úti á miðju hafi, eitthvað gekk þetta brösulega allavega misstum við jafnvægið tvisvar, og hvolfdum jet skíinu og áttum í talsverðum erfiðleikum með að klifra upp á það aftur, en það hafðist fyrir rest og ég sigldi því restina af leiðinni aftur til Alicante, þetta er um 60km á sjó og við vorum að halda 50-60km hraða mestan tímann.
Eftir þetta fórum við í íbúð og sturtu og drifum okkur svo út aftur og upp í fjöll, skoðuðum hellinn Turismo Busot – Cuevas del Canelobre þar er 70m djúpur dropasteinshellir mjög tilkomumikill, aðkoman er frábær bílfært alveg upp að inngangi í 700m hæð. Þar inni eru dropasteinar tignarlegir sem hækka um 1cm á 100 árum,
Eftir þessa upplifun ákváðum við að nú væri formlegri dagskra hér á spáni lokið, héðan og þangað til við förum heim ætlum við að slaka á og sólbrenna svolítið
JET SKI
Fórum á Jet ski að eyjunni Tabarca frá höfninni í Alicante c.a. 2 klst sigling fram og tilbaka, 50km og meðalhraðinn líklega um 45-55 kmh á sjó, bara klikkað!
https://www.facebook.com/sabilagar/videos/10156678185012907/
slökun
Í dag var rólegheitadgur á spáni, við sóley sváfum til um hálf11 og komum okkur niður á strönd Playa Del Postiguet, Alicante og láum þar í sól og skugga og sjó til skiptis til um kl hálf5, fórum þá í fínni föt, þrifum bílinn og keyptum dísel á bílinn þrátt fyrir algjört málleysi gagnvart fólkinu á bensínstöðinni. Eftir þetta fórum við út að borða í mollinu og keyptum nauðsynjavörur í stórmarkaði þar, ég keypti mér líka vatnsheldan poka fyrir símann til að hafa um hálsinn því ég er búinn að panta ferð fyrir okkur á jet ski kringum eyjuna tabarca c.a. 2klst sigling á jet ski fram og til baka á þriðjudagsmorgun það verður eitthað gaman, á leið heim í íbúð varð á vegi okkar bjargarlaus englendingur sem hafði lent í klóm fingralangrar gleðikonu, stóð hann eftir án bakpoka síns og peninga eða síma og sagðist engann hafa fundið sem gæti talað ensku fyrr en okkur, þannig hann fékk hjá okkur fjórar evrur sem duga fyrir almenningssamgöngum að hóteli hans og þar með skildu leiðir okkar við þennan óheppna ferðamann í landi þar sem lögreglan skilur ekki orð í ensku. aumingja maðurinn, á morgun er meiningin að hafa annan letidag og reyna að viðhalda sólbrunanum svolítið, sóley hefur uppskorið tvö mosquitobit á kálfann en ég hef sloppið, konan í farmasíunni leit á bóluna og sagði mosquito aaaa og otaði að okkur einhverju töfrasmyrsli