Nú hægist aðeins á framvindu aftur, tveggja vikna fríi mínu að ljúka, framvindan var meiri en ég átti von á, ég hafði sett mér það markmið að klára ryðviðgerðir á þeim tíma, en ekki koma bílnum saman og í gang…! en ég gleðst ómælanlega yfir því
Skiptiarmurinn passar núna með flækjunum, mjög þröngt samt.. 🙂
2000 hestafla gírkassa bitinn er kominn í bílinn
og sá gamli kominn í GM hrúguna
Orginal í mælaborðinu var þetta járnstykki framanvið hitt merkið, munurinn er að á járninu sem kom yfir er overdrive en ekki á hinu, þannig með mína TH350 3 gíra nota ég þetta merki án overdrive, sniðugt
Ég þarf að læra að sjóða upp á nýtt… er búinn að vera að sjóða blikk í að verða ár… kemst svo í 5mm og veit ekkert hvað ég er að gera.. og rafsuðan segir bara Haaaa
Allir kleinuhringirnir komnir á grindina
Grunnur
Rustoliner vélalakk
Ótrúlegt hvað smá sprautulakk gerir við gamalt brúnt járn
Hélt að gólfið farþegamegin væri betra,, alltaf kemmst maður betur og betur að því að ónýtt er handónýtt
Þessi mynd sýnir gæði ryðvarnar GM, hálft stykkið er olíuborið, og stykkið er allt ómálað… bert járn
Flinstone gólf
Gólfið frá rockauto passar bara fínt
Soðið bæði á samskeytum að innan og utan
Nokkuð gott bara, þurfti að gera við tenginguna milli síls og gólfs en það er bara blikk og c.a. 70° beygja, það stykki fæst ekki keypt nýtt svo ég græjaði það sjálfur
Seamsealer yfir allt saman, vildi óska að ég væri betri með pensilinn en svona er þetta bara, ekki svo fjarri því sem það var orgenal frá GM 🙂