Við Sóley vorum ákveðin í að fara vestur á Ísafjörð á tónleikahátíðina Aldrei fór ég suður!
Búin að útvega okkur gistingu á Súganda og allt… en félagarnir brugðust, við nenntum ekki að fara ein. Þannig við ákváðum að slá til jeppaferðar, en félagarnir brugðust þar aftur, þá var fátt að gera en að slást í för með öðrum félagahóp og fór það svo að við, og pabbi og Einar Sólonsson og Steinþór á Trooper lögðum í reisu til Seturs.
Hér er eitthvað af myndum frá ferðinni

Setrið, þar voru fyrir austfirðingar sem höfðu skroppið í Nautöldu og gegnum Blautukvíslargljúfur sem við áttum eftir að skoða!

Það var skammgóður vermir að hafa spilið framan á, fjöðrunin fékk að kenna á því á leiðinni inneftir svoleiðis að ég var fljótur að tjóðra spilið á pallinn á laugardeginum!

Austfirðingar leiða okkur áleiðis að Kisugljúfrum, þeir héldu síðan áfram suðurfyrir Kerlingarfjöll og inn á Hveravelli

Svo fórum við norður fyrir setur og í Blautukvíslargljúfur, þar er ekki alltaf bílfært en gekk vel núna.

Selfy við íhleypingar, menn voru ýmist með úrhleypibúnað eða ekki en enginn þurfti að bíða eftir neinum, gamla lagið virkar líka alveg, allavega hef ég ekki nennt að setja úrhleypibúnað þó ég eigi hann til.

Þrátt fyrir háan aldur og staðsetningu á hálendinu er ástand kláfsins, og grindarinnar ótrúlega gott.

Þessa bjó ég til fyrir félaga mína á Hilux Pickup Offroad Club en hún nýtist hér engu síður, jökullinn sem sést er Hofsjökull sunnanverður og norður snýr upp.