Nýjir hlutir, meira ryð

Kippti mælaborðinu úr, byrjaði að losa sætisfestingar úr gólfinu sem meiningin er að sandblása og taka ákvörðun hvort keyptar verða nýjar eða þessar nýttar

Þverbitinn er furðugóður sem og sætisfestingarnar, en gólfið alveg búið

Komnir sílsar og grindarendar, bodyfestingar og fleira góðgæti frá USA

Ódýrar G Body flækjur

Gólfið fékk ég í heilu lagi, vísu sagað í helming til að spara við flutning

Allt draslið á gólfinu, orðið slatti af drasli að verðmæti rétt rúm 100þ kr sem er ekki mikið að mínu mati

Það sannast að í ameríku fæst mikið fyrir lítið, enda eru menn þar á bæ ekki að gera svona lagað við jafn ‘ómerkilega bíla’.

Leave a Reply